KonaTonlistRannsóknir á áhrifum tónlistar á frammistöðu í æfingum eru mjög misvísandi. Flestar rannsóknir hafa sýnt fram á að tónlist hafi mjög takmörkuð áhrif á frammistöðu óháð því hversu skemmtileg hún er eða reyndar leiðinleg líka. Leiðinleg tónlist virðist líka virka hvetjandi. Samkvæmt brasilískri rannsókn urðu jákvæðar breytingar í heilanum á hlaupurum sem fylgst var með fyrir 5 km hlaup og þeir náðu betri árangri ef þeir hlustuðu á tónlist. Tónlist örvar heilabörkinn í fremsta hluta ennisblaðsins og verkar líklega á þann hátt að fá hlauparann til að gleyma hversu erfitt og einhæft (leiðinlegt) getur verið að hlaupa. Hlaupararnir hlupu fyrstu 800 metrana hraðar eftir að hafa hlustað á tónlist, óháð því hvort tónlistin var hröð eða róleg. Hlaupararnir virtust líka vera fljótari að jafna sig eftir hlaupin með því að hlusta á tónlist.
(Journal Strength and Conditioning Research, 29: 305-314, 2015)