KristinGudlaugsdottirForsida3tbl2014Nafn: Kristín Guðlaugsdóttir
Fæðingarár: 1994
Bæjarfélag: Kópavogur
Keppnisflokkur: módelfitness -163 sm og unglingaflokkur.
Heimasíða: www.facebook.com/kristingudlaugs1
Atvinna eða skóli: Háskóli Íslands

Keppnisferill:

– Íslandsmót IFBB 2012 – ekki í úrslit.
– Arnold Classic Europe 2012 – 9. sæti
– Bikarmót IFBB 2012 – 2. sæti
– Arnold Classic Europe 2013 – ekki í 6 manna úrslit
– EVL’s Prague Pro 2013 – ekki í úrslit
– Bikarmót IFBB 2013 – 1. sæti

 

Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?

Ég fékk áhuga á að keppa þegar ég var búin að fylgjast í dágóðan tíma með Alexöndru Sif og Margréti Gnarr og leit ótrúlega mikið upp til þeirra og geri enn vegna þeirra árangurs. Ég var búin að vera í smá tíma að lyfta sjálf en vantaði einhver markmið. Því fannst mér tilvalið að prófa að keppa í módelfitness þar sem ég gat verið að styrkja og tóna líkamann minn og verið að stefna að einhverju.

Hverjir eru helstu stuðningsaðilar þínir?

Ég er með marga góða stuðningsaðila á bakvið mig. FitnessSport styrkir mig með fæðubótaefnum. Hjá Under Armour fæ ég flottustu íþróttafötin. Snyrtistofan Mizú sér um allan undirbúninginn fyrir mót svo sem brúnku, vax og fleira. Svo fæ ég að bera fallegasta skartið upp á svið frá Sign.

Hvernig er mataræðið?

Morgunmatur: Hafragrautur og prótein með kanilbragði út á
Millimál 1: Prótein og möndlur Hádegismatur: KJúklingabringur, grjón og grænmeti
Millimál 2: Epli og sellerí
Kvöldmatur: Kjúklingarbringur/lax og nóg af grænmeti.
Fyrir æfingu fæ ég mér prótínhristing en reyni að taka æfingu oftast seinnipart dagsins.
Á kvöldin fæ ég mér svo appelsínu og mjólkurprótín fyrir svefn. Svo er ég líka rosalega dugleg að taka inn vítamínin mín.

Seturðu þér markmið?

Já, mér finnst það að setja sér markmið mjög mikilvægt og það er alltaf hægt að bæta eitthvað fyrir næsta mót. Ég splitta svo markmiðunum mínum upp í skammtímamarkmið og langtímamarkmið og vinn hart að til þess að ná þeim.

Ef þú ættir að gefa öðrum keppendum eitt ráð, hvað væri það?

It’s not about being the best – it’s about being better than you were yesterday.