Karlar borða meira vegna svefnleysis en konur
feb.09

Karlar borða meira vegna svefnleysis en konur

Löngun í mat eykst þegar þú sefur ekki nægilega mikið. Þannig stuðlar óreglulegur svefn að offitu. Samkvæmt rannsókn sem gerð var við Háskólann í Pennsylvaníu í Filadelfíu eykur svefnleysi matarlist meira hjá karlmönnum en konum. Sjálfstjórnin virðist minnka þar sem megnið af hitaeiningunum sem rekja má til svefnleysis koma úr eftirréttum, sósum og söltuðu snakki. Það er vel þekkt að til þess að ná árangri í ræktinni, sérstaklega með...

Lesa meira
Of hröð létting er hættuleg
feb.01

Of hröð létting er hættuleg

Undanfarið hafa sjónvarpsþættirnir “The Biggest Loser” náð vinsældum þar sem þátttakendur keppast um að léttast sem mest á milli vikulegra þátta. Dæmi eru um að sigurvegari sem var 117 kg í upphafi keppninnar hafi endað í 47 kg og því lést um 60% líkamsþyngdarinnar. Aukaverkanir vegna mikillar léttingar eru fjölmargar. Samkvæmt endurskoðun rannsókna sem Garret Fletcher frá Ástralíu gerði geta aukaverkanir falist í ofþornun, andlegri...

Lesa meira
Þeir sem borða hægar borða minna
jan.31

Þeir sem borða hægar borða minna

Líklega hefur mamma þín haft vit fyrir þér þegar hún sagði þér að borða hægar þegar þú varst að háma í þig eitthvað góðgæti við eldhúsborðið. Meltingin verður betri þegar við borðum hægt og við finnum síður fyrir hungurtilfinningu. Meena Shah og félagar við Kristniháskólann í Texas komst að því að ef fólk fékk að borða hvað sem er borðuðu þeir sem borðuðu hægt færri hitaeiningar en þeir sem voru að flýta sér. Sú var hinsvegar ekki...

Lesa meira
Fleiri rannsóknir sýna fram á tengsl offitu og gosdrykkja
jan.30

Fleiri rannsóknir sýna fram á tengsl offitu og gosdrykkja

Vísindamenn rannsökuðu rúmlega 200 manns út frá hegðunarmynstri þeirra við val á fæðutegundum og drykkjum í sjálfsölum yfir þriggja daga tímabil. Yngra fólk drakk mikið af gosdrykkjum og borðaði sykraðar fæðutegundir og borðaði þannig fleiri hitaeiningar yfir daginn. Heildarneysla hitaeininga tengdist ekki þyngdarbreytingum eða blóðsykursveiflum til lengri tíma litið en hinsvegar voru tengsl á milli gosdrykkjaneyslu, of margra...

Lesa meira
Prótínríkt fæði varðveitir léttingu
jan.24

Prótínríkt fæði varðveitir léttingu

Mikill meirihluti þeirra sem léttast með því að breyta mataræðinu þyngjast aftur um sama kílóafjölda innan 12 mánaða. Þeir sem borða prótínríkt fæði viðhalda hinsvegar léttingunni lengur og betur en þeir sem eru á prótínlágu mataræði eða mataræði sem byggist á kolvetnum með háu eða lágu glýsemíugildi. Með öðrum orðum flóknum eða einföldum kolvetnum. Þetta var niðurstaða rannsóknar sem Marleen van Baak við Læknaháskólann í Hollandi...

Lesa meira
Viðbættur sykur í mataræði eykur hættuna á hjartasjúkdómum
jan.23

Viðbættur sykur í mataræði eykur hættuna á hjartasjúkdómum

Vísindamenn við Landlæknisembættið í Bandaríkjunum hafa kynnt rannsókn sem bendir til að tengsl séu á milli viðbætts sykurs í mataræði og dauðsfalla af völdum hjartasjúkdóma. Á árunum 1988-2010 var gerð rannsókn með þátttöku 30.000 manna. Á þessu tímabili fjölgaði hitaeiningum í mataræðinu vegna viðbætts sykurs úr 15,7% árið 1988 í 16,8% árið 2004 en minnkaði í 14.9% árið 2010. Þeir þátttakendur í rannsókninni sem höfðu borðað mest af...

Lesa meira
Fiskneysla dregst saman
jan.22

Fiskneysla dregst saman

Íslendingar borða að meðaltali 93 kg af fiski á mann á ári. Evrópubúar borða að meðaltali 13 kg af fiski á ári, spánverjar 39 kg og japanir 63 kg. Í Bandaríkjunum hefur fiskneysla verið að dragast saman en þar er meðaltalið einungis 7 kg af fiski á mann og fer minnkandi. Sérfræðingar innan sjávarútvegsins telja að rekja megi samdráttinn til umræðu um kvikasilfursmagn í stórum fisktegundum og vandkvæða við að elda fisk. Mikill...

Lesa meira
Vilt hrísgrjón eru góð fyrir heilsuna
jan.21

Vilt hrísgrjón eru góð fyrir heilsuna

Villt hrísgrjón innihalda mikið af vítamínum, steinefnum, prótíni, sterkju, trefjum og sindurvörum. Næringarinnihald þeirra og gæði hafa leitt til aukinna vinsælda í austur-Asíu og víða á vesturlöndum. Við endurskoðun rannsókna sem vísindamenn við Háskólann í Manitoba gerðu var ályktað að villt hrísgrjón væru góð uppspretta sindurvara þegar þau væru hluti af heilsusamlegu mataræði. Hrísgrjónin draga úr blóðfitu og eru góð uppspretta...

Lesa meira

fitness.is á Facebook!

Með því að læka fitness.is færðu af og til statusa með fréttum og fróðlegum greinum á Facebook.

×