Heildarbrennsla á æfingum er mikilvægari en ákafi ef ætlunin er að léttast
okt07

Heildarbrennsla á æfingum er mikilvægari en ákafi ef ætlunin er að léttast

Fitubrennsla er mest þegar átök í æfingum eru innan við 65% af hámarksgetu. Ef átökin fara yfir það grípur líkaminn til þess að brenna frekar kolvetnum. Efnaskiptahraðinn er meiri, bæði á meðan æft er og eftir æfingarnar þegar ákefðin er mikil. Í 24 vikna rannsókn á fullorðnu offeitu fólki sem Robert Ross við Queensháskólann í Ontaio í Kanada stóð að kom í ljós að heildarbrennsla hitaeininga í æfingum hafði meira að segja en ákefðin í...

Lesa meira
Samband er á milli heilhveitikorna og færri dauðfalla af völdum hjartasjúkdóma
okt07

Samband er á milli heilhveitikorna og færri dauðfalla af völdum hjartasjúkdóma

Samkvæmt viðamikilli rannsókn sem gerð var við Harvardháskóla sem náði til 110.000 manns er samband á milli langlífis og lækkunar á tíðni dauðsfalla af völdum hjartasjúkdóma meðal fólks sem borðar mikið af heilhveitikorni. Ekki var hægt að sjá samband á milli dauðsfalla af völdum krabbameina og neyslu á heilhveitikorni en þeir sem borða heilhveitikorn minnka áhættuna á ótímabæru dauðsfalli um 15%. Rannsóknin tekur undir ráðleggingar...

Lesa meira
Þeir sem borða bætiefni borða líka hollara fæði
okt06

Þeir sem borða bætiefni borða líka hollara fæði

Líkamsræktarfólk sem tekur bætefni og stundar æfingar reglulega borðar almennt meira prótín, kjúkling og mjólk en þeir sem ekki taka bætiefni að staðaldri samkvæmt könnun sem gerð var á Ítalíu meðal fólks sem stundar æfingastöðvar. Þeri sem taka bætiefni reglulega borða líka meira af grænmeti, hnetum, fiski, eggjum og túnfiski. Mun algengara var meðal þeirra sem aldrei taka bætiefni að borða brauð, bakkelsi og snakk. Sömuleiðis vakti...

Lesa meira
Aukakílóunum haldið varanlega í skefjum
okt06

Aukakílóunum haldið varanlega í skefjum

Allt að 95% þeirra sem léttast mikið þyngjast aftur um sama kílóafjölda innan árs. Það að léttast er mjög einfalt í sjálfu sér á blaði. Það nægir að borða 300 hitaeiningum minna en líkaminn þarf á dag til þess að aukakílóum byrji jafnt og þétt að fækka. 300 hitaeiningar er ekki mikið, en samt sem áður er fáum sem tekst að losna við aukakílóin til lengri tíma. Til er gagnasafn í Bandaríkjunum yfir það fólk sem hefur lést mikið og...

Lesa meira
Hátt glýsemíugildi mataræðis ýtir undir offitu, áunna sykursýki og insúlínviðnám
okt05

Hátt glýsemíugildi mataræðis ýtir undir offitu, áunna sykursýki og insúlínviðnám

Næringarfræðingar hafa síðan á áttunda áratugnum hvatt til þess að borða kolvetni í mataræðinu á kostnað fitu. Á sama tíma hefur offita aukist, áunnin sykursýki og insúlínviðnám hefur sömuleiðis aukist. Í dag er talið að mataræði sem byggist á fæðutegundum með hátt glýsemíugildi valdi áunninni sykursýki og kransæðasjúkdómum. Glýsemíugildi matvæla er mælikvarði sem segir til um það hversu hratt ákveðnar fæðutegundir sem innihalda...

Lesa meira
Rautt kjöt, karnitín og ákveðin baktería í þörmunum bendluð við hjartasjúkdóma
okt01

Rautt kjöt, karnitín og ákveðin baktería í þörmunum bendluð við hjartasjúkdóma

Undanfarið hafa margar rannsóknir leitað án árangurs að tengslum á milli neyslu mettaðrar fitu í rauðu kjöti og hættu gagnvart hjartasjúkdómum. Ekki hefur tekist að bendla fituna í rauða kjötinu við glæpinn. Hinsvegar hafa rannsóknir sýnt að þegar rautt kjöt er borðað oft og í miklu magni eykst hætta á hjartaslagi. Nokkrar rannsóknir við Cleveland Heilbrigðisstofnunina hafa bent til þess að aukin virkni bakteríu sem kemur við sögu í...

Lesa meira
Samband er á milli lélegs sæðis og kjötáts
sep28

Samband er á milli lélegs sæðis og kjötáts

Samkvæmt rannsókn undir forystu Myriam Afeiche og félaga við Lýðheilsuháskóla Harvard er samband á milli neyslu á rauðu kjöti og fárra og óeðlilegra sáðfrumna í samanburði við karlmenn sem borða lítið af rauðu kjöti. Sæðisgæðin eru í beinu samhengi við frjósemi og hæfileika karlmanna til að geta konu barn. Í sömu rannsókn kom í ljós að sæðisgæði eru betri hjá þeim karlmönnum sem borða mikið af fiski. Hinsvegar var ekki hægt að sjá...

Lesa meira
Nýmyndun vöðvaprótína minnkar ekki þegar prótín og kolvetni eru tekin saman
sep28

Nýmyndun vöðvaprótína minnkar ekki þegar prótín og kolvetni eru tekin saman

Prótín sem tekið er eftir æfingu eykur nýmyndun vöðvaprótína og getur aukið árangurinn í kjölfar æfinga. Margir íþróttamenn nota því prótíndrykki í kjölfar æfinga til að svala eftirspurn líkamans eftir uppbyggingarefnum. Þessu til viðbótar kjósa margir íþróttamenn að borða kolvetnaríka fæðu eða drekka kolvetnaríka drykki til þess að hlaða vöðvana og lifrina aftur með glýkógeni. Samkvæmt rannsókn sem gerð var við Maastricht Háskólann í...

Lesa meira

fitness.is á Facebook!

Með því að læka fitness.is færðu af og til statusa með fréttum og fróðlegum greinum á Facebook.

Powered by WordPress Popup