Sykurfíkn er sterkari en fíkn í kókaín
ág.25

Sykurfíkn er sterkari en fíkn í kókaín

Við fitnum og fitnum og fitnum svo ekki sér fyrir endan á því. Í það minnsta stór hluti landsmanna samkvæmt niðurdrepandi tölfræði frá heilbrigðisyfirvöldum. Umdeilt er hvers vegna og eins og sjá má í bóka- og greinaskrifum er vinsælt að skella skuldinni á einhvern einn sökudólg. Kolvetnin, fituna, hreyfingaleysið eða hvaða nafni sem það nefnist. Í grundvallaratriðum erum við einfaldlega að borða of margar hitaeiningar miðað við það...

Lesa meira
Kolvetnahleðsla í átökum getur bætt árangur
ág.18

Kolvetnahleðsla í átökum getur bætt árangur

Miklar æfingar eru lykillinn að vöðvauppbyggingu vegna þess að álagið á vöðvana setur í gang nýmyndun vöðvaprótína. Miklar æfingar kalla á mikla orku innan vöðvana og koma þá helst við sögu ATP, kreatínfosfat, glýkógen, fita og orka í blóðrásinni í formi glúkósa (sykurs). Vöðvaglýkógen er ekki óendanleg orkuuppspretta og því er þreyta fljót að segja til sín þegar álag er mikið og orkubyrgðirnar tæmast. Benjamín Wax og félagar við...

Lesa meira
Heilsuæði – eða komið til að vera?
mars28

Heilsuæði – eða komið til að vera?

Undirritaður rakst á gamla grein sem við Sigurður Gestsson skrifuðum fyrir Dagblaðið Dag árið 1988 – eða fyrir 25 árum. Við skrifuðum reglulega pistla undir dálk sem nefndist Heilsupósturinn og fórum mikinn í að bera út boðskap líkamsræktar sem á þessum tíma var áhugamál örfárra nörda enda æfingastöðvar á þessum tíma teljandi á fingrum og fordómar miklir gagnvart vaxtarræktarfólki. Það er áhugavert að rifja upp eftirfarandi...

Lesa meira
Lágkolvetna hvað?
mars25

Lágkolvetna hvað?

Það hefur líklega ekki farið framhjá mörgum að svonefndir lágkolvetna megrunarkúrar hafa fengið mikla umfjöllun hér á landi undanfarið. Spurningin er því hvort hér sé um lokalausnina að ræða í megrunarkúrum eða hvort enn og aftur sé sama megrunarkúrnum pakkað í nýjar umbúðir undir nýju nafni. Vinsældir megrunarkúra sem byggjast á því að draga sérstaklega úr kolvetnum í mataræðinu hafa skotið upp kollinum af og...

Lesa meira
Áfengisdrykkja leiðir til óholls mataræðis
feb.10

Áfengisdrykkja leiðir til óholls mataræðis

Í einum bjór eru um 150 hitaeiningar. Einn og sér er því einn bjór ekki endilega hættulegur fyrir aukakílóin. Það er þegar fleiri slíkir safnast reglulega saman sem hættan eykst. Áfengið hefur þau áhrif á marga að þeir fá tilhneigingu til að borða meira. Samkvæmt rannsókn sem gerð var við Þjóðarstofnun um áfengis- og eiturlyfjaneyslu í Bandaríkjunum borða margir um 300 hitaeiningum meira þegar þeir hafa drukkið áfengi en þegar þeir...

Lesa meira
Glýsemíugildi skiptir ekki minna en miklu máli
jan.15

Glýsemíugildi skiptir ekki minna en miklu máli

Margir næringarfræðingar hafa fremur viljað leggja áherslu á að neyslu kornmetis og trefja í stað þess að veita glýsemíugildi fæðutegundana sérstakan gaum. Thomas Wolever við Torontoháskóla hefur ásamt fleiri vísindamönnum haldið því fram að glýsemíugildið sé mikilvægur mælikvarði sem skipti ekki síður máli en trefjainnihald. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi fæðutegunda með lágt glýsemíugildi þegar ætlunin er að léttast....

Lesa meira
Fólk léttist á hellisbúafæði
jan.14

Fólk léttist á hellisbúafæði

Hellisbúafæði kallast svo þar sem það er talið líkt því sem mannkynið hefur átt að venjast í gegnum þróunarsöguna og fjölmargir aðhyllast þá kenningu að þetta sé mataræðið sem okkur sé eðlislægast að borða. Nútímamataræði samanstendur af orkuríkkum, trefjalitlum og mikið unnum mat sem sömuleiðis er saltaður og þéttskipaður af mettaðri fitu. Rannsókn sem gerð var undir stjórn Mats Ryberg við Umeå í Svíþjóð leiddi í ljós að...

Lesa meira
Ekki nota æfingar sem afsökun til að borða meira
jan.09

Ekki nota æfingar sem afsökun til að borða meira

Sumir léttast ekkert þrátt fyrir að þeir æfi oft, mikið og reglulega. Sumir bregðast seint við æfingum og mataræði á meðan aðrir eru fljótir að taka við sér. Samkvæmt Heritage fjölskyldurannsókninni þar sem 130 fjölskyldur hafa verið rannsakaðar í þrjár kynslóðir hafa genin mikið um það að segja hvernig fólk bregst við æfingum og breyttu mataræði. Málið er samt ekki svona einfalt. Vísindamenn sem héldu kynningu á fundi Bandaríska...

Lesa meira
Page 1 of 2212345...1020...Síðasta »

fitness.is á Facebook!

Með því að læka fitness.is færðu af og til statusa með fréttum og fróðlegum greinum á Facebook.

×