Omega-3 fitusýrur í fiski hægja á frumuhrörnun
sep02

Omega-3 fitusýrur í fiski hægja á frumuhrörnun

Það er mikið af omega-3 fitusýrum í fiskolíum. Með því að borða meira af feitum fiski eykst hlutfall omega-3 fitusýra í mataræðinu gagnvart omega-6 sem eru ekki jafn æskilegar að því að talið er. Samkvæmt nýrri rannsókn sem var gerð við Tufts háskólann kom í ljós að omega-3 fitusýrur koma í veg fyrir að telómerar í frumum styttist sem á einföldu máli þýðir að frumurnar lifa lengur fyrir vikið. DNA keðjur eru með telómerum á endunum...

Lesa meira
Baráttan við að halda í vöðvamassa í niðurskurði
ágú21

Baráttan við að halda í vöðvamassa í niðurskurði

Þegar kílóunum fer að fækka er óhjákvæmilegt að missa vöðvamassa. Það er nánast óhugsandi að léttast eitthvað að ráði án þess að vöðvamassinn rýrni. Eric Helms við Tækniháskólann í Auckland á Nýja Sjálandi og félagar mælir með ákveðnu samblandi af styrktar- og þolæfingum til að lágmarka vöðvarýrnun í niðurskurði. Hann mælir með að æfa hvern vöðvahóp um það bil tvisvar í viku og taka 40-70 endurtekningar fyrir hvern vöðvahóp....

Lesa meira
Fitnessfréttir – nýtt blað
maí09

Fitnessfréttir – nýtt blað

Nýjasta eintak Fitnessfrétta er komið út. Hlaðið af efni um mataræði, æfingar, heilsu, keppnir og hvaðeina sem líkamsræktarfólki kann að þykja áhugavert. Fjallað er um fjölda nýrra rannsókna enda hafa Fitnessfréttir oft skúbbað uppgötvunum og framförum á sviði líkamsræktar og næringar í gegnum tíðina. Það færist í vöxt að blaðið sé lesið á vefnum og við minnum á að lítið mál er að lesa það líka í símum og spjaldtölvum. Sjálft blaðið...

Lesa meira
Hugsanlega hægt að framleiða mjólk án kúa í framtíðinni
mar12

Hugsanlega hægt að framleiða mjólk án kúa í framtíðinni

Mjólk er næringarrík og inniheldur mikið af prótínum, fitusýrum og kolvetnum og leikur þannig stórt hlutverk í næringu heimsins. Þeir sem drekka mjólk virðast frekar halda aukakílóum í skefjum og þegar komið er fram á efri ár leggur prótínið í mjólkinni sitt af mörkum til að viðhalda vöðvamassa og halda þannig vöðvarýrnun í skefjum. Grænmetisætur sætta sig við staðgengla mjólkur sem er sojamjólk og fleiri tegundir sem munu seint taka...

Lesa meira
Koffín dregur úr hungurtilfinningu eftir strangt mataræði
mar10

Koffín dregur úr hungurtilfinningu eftir strangt mataræði

Eftir strangan niðurskurð í mataræði fer líkaminn á vissan hátt í vörn. Efnaskipti hægja á sér með það að markmiði að halda lífi á tímum niðurskurðar, sults og seyru. Þetta er viðbragðskerfi sem þróast hefur í gegnum árþúsundin sem hefur það markmið að bjarga okkur frá því að svelta í hel. Þegar við sveltum eykst matarlystin. Tilgangur líkamans með því að auka matarlystina er að reka okkur af stað til að redda mat til að halda lífi....

Lesa meira
Beint samband á milli gervisætuefna og offitu
mar09

Beint samband á milli gervisætuefna og offitu

Ísland er feitasta Norðurlandaþjóðin. Offita hefur farið vaxandi hér á landi eins og reyndar í hinum löndunum líka en einhverra hluta vegna gerum við ekkert með hangandi hendi og er þar söfnun aukakílóa engin undantekning. Þar af leiðandi eiga megrunarkúrar vinsældum að fagna. Gervisætur hafa spilað óþarflega stórt hlutverk hjá þeim sem vilja losna við aukakílóin en þrátt fyrir að sykurlausir drykkir hafi komið fram á sjónarsviðið á...

Lesa meira
Karlar borða meira vegna svefnleysis en konur
feb09

Karlar borða meira vegna svefnleysis en konur

Löngun í mat eykst þegar þú sefur ekki nægilega mikið. Þannig stuðlar óreglulegur svefn að offitu. Samkvæmt rannsókn sem gerð var við Háskólann í Pennsylvaníu í Filadelfíu eykur svefnleysi matarlyst meira hjá karlmönnum en konum. Sjálfstjórnin virðist minnka þar sem megnið af hitaeiningunum sem rekja má til svefnleysis koma úr eftirréttum, sósum og söltuðu snakki. Það er vel þekkt að til þess að ná árangri í ræktinni, sérstaklega með...

Lesa meira
Of hröð létting er hættuleg
feb01

Of hröð létting er hættuleg

Undanfarið hafa sjónvarpsþættirnir “The Biggest Loser” náð vinsældum þar sem þátttakendur keppast um að léttast sem mest á milli vikulegra þátta. Dæmi eru um að sigurvegari sem var 117 kg í upphafi keppninnar hafi endað í 47 kg og því lést um 60% líkamsþyngdarinnar. Aukaverkanir vegna mikillar léttingar eru fjölmargar. Samkvæmt endurskoðun rannsókna sem Garret Fletcher frá Ástralíu gerði geta aukaverkanir falist í ofþornun, andlegri...

Lesa meira

fitness.is á Facebook!

Með því að læka fitness.is færðu af og til statusa með fréttum og fróðlegum greinum á Facebook.

Powered by WordPress Popup