Sigurður Gestsson og Pawel Filleborn
Pawel Filleborn afhendir Sigurði Gestssyni dómarapassann.

Fyrr á þessu ári tók Sigurður Gestsson alþjóðlegt dómarapróf hjá IFBB, Alþjóðasambandi líkamsræktarmanna og stóðst það með prýði. Um helgina er hann staddur í Aþenu þar sem hann fylgir konu sinni Kristínu Kristjánsdóttur á Ben weider Diamond Cup mótið þar sem hún keppir í fitnessflokki kvenna. Við þetta tilefni afhenti Pawel Filleborn honum alþjóðlega dómarapassann þar sem þetta er fyrsta alþjóðlega mótið sem Sigurður dæmir á eftir að hafa staðist prófið. Sigurð þarf ekki að kynna fyrir áhugafólki um líkamsrækt. Hann á tugi Íslandsmeistaratitla í vaxtarrækt og hefur stundað bæði keppni og þjálfun undanfarna áratugi. Hann hefur sömleiðis dæmt á innanlandsmótum undanfarin ár og er því einn af okkar reynslumestu dómurum í fitness og vaxtarrækt. Alls eru fjórir alþjóðlegir dómarar hér á landi með Sigurði meðtöldum sem verður að teljast ágætt í samanburði við að Danir og Svíar eiga jafnvel færri alþjóðlega dómara en svo.