Sara Rut Snorradóttir
Sara Rut Snorradóttir

Nafn: Sara Rut Snorradóttir
Fæðingarár: 1996
Bæjarfélag: Ísafjörður
Keppnisflokkur: Módelfitness kvenna unglingafl
Heimasíða eða Facebook: https://www.facebook.com/sararutsnorradottir
Atvinna eða skóli: Ég er á náttúrufræðibraut í Menntaskólanum á Ísafirði og er að vinna í altmulig sjoppu sem heitir Hamraborg.

Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?

Þegar þáverandi þjálfarinn minn, Hrafnhildur Ýr, keppti í fitness á Bikarmótinu í nóvember þá skoðaði ég myndirnar frá mótinu og þá kom áhuginn á þessu og í janúar ákvað ég að prófa að keppa.

Keppnisferill:

Ég er að keppa í fyrsta skiptið núna á Íslandsmótinu 2014 og hlakka rosa mikið til!

Hverjir eru helstu stuðningsaðilar þínir?

Úlfur og Gísli í Hamraborg er mínir helstu styrktaraðilar. Þeir styðja mig mikið í þessu ferli og eru bara æðislegir. Hamraborg er sjoppa/veitingastaður á Ísafirði sem selur allt frá nammi uppí fiðlur og þar að auki með frábært og hresst starfsfólk.
Húsið, Dekurstofan Dagný og Ráðgjafa- og nuddsetrið eru líka mínir stuðningsaðilar. Ég er mjög þakklát mínum styrktaraðilum fyrir alla hjálpina.

Hvaða æfingakerfi hefur virkað best fyrir þig?

Núna þegar ég er að æfa fyrir mót þá tek ég morgunbrennslu fyrir skóla og svo lyftingaræfingu seinnipart dagsins. Eftir lyftingaræfingu tek ég smá brennslu. Morgunbrennslurnar eru alla virka daga en lyftingarnar eru alla virka daga og laugardaga.

Þegar ég var ekki að æfa fyrir mótið þá voru engar morgunbrennslur en ég tók alltaf brennslu ca 3 sinnum í viku eftir lyftingaræfingu.

Mér finnst langskemmtilegst að gera bossa-og bakæfingarnar!

Hvernig er mataræðið?

Í niðurskurðarmataræðinu er einn dagur svona:

Morgunmatur: Hafragrautur, vítamín og CLA.
Millimál: 2 egg
Hádegismatur: 100gr lax, 200gr brokkolí og CLA
Milimál: 2 egg
Fyrir æfingu: 100gr kjúklingabringa, 20gr hrísgrjón og 100gr grænmeti, Mysuprótín eftir æfingu
Kvöldmatur: 100gr lax, 200gr brokkolí, CLA og C-vítamín
Mjólkurprótín fyrir svefn.

Þetta getur verið rosalega erfitt, sérstaklega þegar maður vinnur við að gera skyndibita, en auðvitað fer maður eftir þessu.

Hvaða bætiefni ertu að taka, hve oft og hve mikið?:

Ég tek glútamín fyrir æfingar og mysuprótín eftir æfingar, svo tek ég mjólkurprótín fyrir svefn.

Seturðu þér markmið?

Já ég set mér yfirleitt mánaðarleg markmið og langtíma líka. Mánaðarlegu markmiðin eru oftast að ná til dæmis ákveðið mörgum upphýfingum eða ná ákveðni þyngd í einhverri æfingu og það tekst oftast hjá mér.  Langtíma markmiðin eru til dæmis að keppa á Bikarmótinu í nóvember. Að keppa á Íslandsmótinu var langtímamarkmið hjá mér.

Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?

Á erfiðum dögum skoða ég myndir á instagram hjá Hrafnhildi Ýr og Margréti Gnarr til að hvetja mig áfram. Þær eru rosalega hvetjandi! Þær hafa báðar hjálpað mér mikið í þessu ferli og eru æðislegar!

Hver er uppáhalds keppandinn þinn hér heima?

Uppáhalds keppandinn minn hér heima er klárlega Margrét Gnarr. Hún er svo flott á sviði og ótrúlega hvetjandi í öllu sem hún gerir. Það er mjög skemmtilegt og hvetjandi að fylgjast með instagram-inu hennar og like síðunni hennar á Facebook.

Uppáhalds lögin í ræktinni?

Louder með DJ Muscle Boy er klárlega uppáhalds lagið í ræktina.
og svo Million Voices, Neon Lights, Dark Horse og Heads Will Roll.