Sandra Jónsdóttir
Sandra Jónsdóttir

Nafn: Sandra Jónsdóttir
Fæðingarár: 1986
Bæjarfélag: 201 Kópavogur
Hæð: 162
Þyngd: 57
Keppnisflokkur: Módelfitness kvenna -163
Heimasíða eða Facebook: http://sandrajonsdottir@hotmail.com
Atvinna eða skóli: Fæðingarorlof/besta mamma ever 🙂

Keppnisferill:

2011 keppti ég hjá WBFF og var í 1. sæti í mínum hæðarflokk
2011 bikarmót hjá IFBB og endaði í 4. sæti
2012 Arnold classic en komst ekki í úrslit
2012 íslandsmót hjá IFBB og var í 2. sæti

Hverjir eru helstu stuðningsaðilar þínir?

Alli og Einar hjá QNT hafa stutt mig fyrir öll mótin.

Hvaða æfingakerfi hefur virkað best fyrir þig?

Ég lyfti um 4-5 sinnum í viku utan keppnistímabilsins en þegar ég er að undirbúa mig fyrir mót þá lyfti ég 6 sinnum í viku og tek auk þess brennslu 3-4 sinnum í viku. Ég skipti líkamanum svona niður:

Dagur 1-axlir og þríhöfði
Dagur 2-fætur og kálfar
Dagur 3-bak og kviður
Dagur 4-gluteus og tvíhöfði
Dagur 5-axlir
Dagur 6-hamstring og gluteus

 

Hvernig er mataræðið?

Byrja daginn alltaf á 35gr haframjöl og bæti við það einni skeið af súkkulaði próteini frá QNT… þessi máltíð er í algjöru uppáhaldi hjá mér.
Í millimál fæ ég mér svo 2 harðsoðin egg.
Í hádeginu borða ég 300gr af eggjahvítum og 200gr grænmeti, ég bý til flotta ommilettu úr því og krydda með kanil.
Svo fæ ég mér aftur 2 egg í millimál.
Í kvöldmatinn fæ ég mér svo annaðhvort 150gr kjúkling eða 150gr lax + 200gr salat
Rétt áður en ég fer að sofa fæ ég mér eina skeið af mjólkurprótíni.

Hvaða bætiefni ertu að taka, hve oft og hve mikið?

Þegar ég tek morgunbrennslu þá finnst mér nauðsynlegt að drekka Thermo booster frá QNT, annars er ekki séns að ég nenni á æfingu á morgnanna. Svo hef ég alltaf notað prótínið frá þeim: Metapure, zero carb… Ég tek það allan ársins hring, hvort sem ég er innan eða utan keppnistímabils. Mér finnst líka æðislegt að taka No-elite töflurnar frá þeim áður en ég fer að lyfta.

Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?

Ef ég nenni ekki í ræktina að þá hugsa ég bara: hey ef þú drullar þér þá áttu kannski séns á að hitta Konna þjálfara 🙂