heilhveiti kornSamkvæmt viðamikilli rannsókn sem gerð var við Harvardháskóla sem náði til 110.000 manns er samband á milli langlífis og lækkunar á tíðni dauðsfalla af völdum hjartasjúkdóma meðal fólks sem borðar mikið af heilhveitikorni. Ekki var hægt að sjá samband á milli dauðsfalla af völdum krabbameina og neyslu á heilhveitikorni en þeir sem borða heilhveitikorn minnka áhættuna á ótímabæru dauðsfalli um 15%. Rannsóknin tekur undir ráðleggingar manneldisfræðinga um að fólk eigi að borða meira af heilhveitikorni í stað hvíta hveitisins. Rannsóknin tók ekki mið af aldri, líkamsþyngdarstuðli, hreyfingu og mataræði í heild. Lögð var áhersla á að kanna gögn yfir dauðsföll á 25 ára tímabili.
(JAMA Internal Medicine, vefútgáfa 6. janúar 2015)