feiturKarl033Minkandi testósterón líkamans með aldrinum er talið tengjast styttri lífslíkum, aukinni hættu á hjartasjúkdómum, risvandamálum, vöðva- og beinarýrnun, auknu insúlínviðnámi og sykursýki. Eftir því sem við eldumst minnkar framleiðsla líkamans á testósteróni. Hvers vegna er spurning sem ekki hefur verið svarað svo vel sé, en ástralskir vísindamenn gerðu tilraun til þess með því að rannsaka og fylgjast með miðaldra karlmönnum í fimm ár. Testósterón lækkaði mest hjá þeim sem voru annað hvort feitir, reyktu eða þjáðust af þunglyndi. Giftir karlmenn mældust með mest af testósteróni í bæði upphafi og enda rannsóknarinnar. Meðalaldur þeirra sem tók þátt í rannsókninni var 54 ára þannig að ekki er hægt að fullyrða að niðurstöðurnar eigi endilega við um eldri karlmenn. Það er þó ekki hægt að útiloka það.
(Journal Clinical Endocrinology Metabolism, 98: 3289-3297, 2013)