Pizza002Pylsa og kók er ekki lengur þjóðarréttur íslendinga. Flatbakan er tekin við, betur þekkt undir nafninu pizza. Á einum áratug hafa pizzurnar náð heimsyfirráðum á Íslandi enda var þeim tekið opnum örmum eins og gemsunum og hverri annarri tæknibyltingu.Ætla má að kenna megi pizzum um ófá aukakílóin á íslenskum ungmennum. Þrátt fyrir þennan grun er ekki auðvelt að finna upplýsingar um hitaeininga eða fituinnihald. Sjálfsagt jaðrar við landráð að taka pizzur til svona nákvæmrar skoðunar, en þar sem Fitnessfréttir bera ekki hag pizzubakara sérstaklega fyrir brjósti er ætlunin að skoða hér á eftir innihald og hollustu þessarar vinsælu fæðutegundar. Haldið var á vinsælan veitingastað sem selur gríðarlegt magn af pizzum en ósagt skal látið hér hver hann er. Kokkurinn var hinsvegar svo vænn að gefa undirrituðum uppskriftina til þess að hægt væri að kryfja innihaldið. Ef þessi íslenska pizza er borin saman við ýmsar erlendar uppskriftir má ætla að hér séu hitaeiningarnar frekar vanreiknaðar heldur en hitt. Tólf tommu pizzur virðast vera með á bilinu 1100  1500 hitaeiningar. Í heildina er því verið að tala um töluverðan fjölda hitaeininga. Hér er verið að tala um 1182 hitaeiningar í 12 Pepperoni pizzu. Það gerir 203 hitaeiningar í 100 g. Ætla má að þar sem pepperoni pizzur eru ekki allar eins að þær séu með á bilinu 203  260 hitaeiningar í 100 g. Þetta er töluverður hitaeiningafjöldi í litlu magni auk þess sem hafa verður í huga að einhverra hluta vegna er gjarnan tilhneyging til þess að borða sig saddan í hvert skipti.
Allar pizzurnar í dæmunum sem hér eru tekin fyrir eru um 580gr á þyngd sem þýðir að Americana er með um 191 hitaeiningu í 100gr og Verona 180 hitaeiningar í 100gr. Það er hins vegar ekki nóg að hugsa einungis um magn hitaeininga í þessu sambandi heldur þarf líka að athuga orkuhlutföllin á milli próteins, fi tu og kolvetna. Ráðlagt er að heildarorka yfir daginn hjá meðalmanni skiptist þannig að 50 -70% komi úr kolvetnum, u.þ.b. 20% úr prótínum og 20 – 30% úr fi tu. Þegar Pepperoni pizzan er skoðuð sést að kolvetni eru 40%, prótein 18% og fita 42%. Vissulega er erfitt að finna einhverja eina fæðutegund sem inniheldur nákvæmlega þau orkuhlutföll sem mælt er með, en í þessu tilfelli má segja að pizzan sé í rauninni nálægt þeim hlutföllum sem íslendingar eru að borða í dag. Í könnun sem manneldisráð Íslands gerði kom í ljós að orkuhlutföllin sem íslendingar eru að láta ofan í sig eru mjög svipuð og það sem að ofan er greint. Það fylgdi þeirri sögu að íslendingar mættu bæta hlut kolvetna úr grænmeti og ávöxtum.
Pizzur eru bakaðar úr hvítu hveiti og eru uppfullar af svokölluðum tómum hitaeiningum. Í þessari fæðutegund er lítið af vítamínum sem vert er að tala um. Einhverra hluta vegna hættir mönnum til að borða mikið þegar pizzur eru á boðstólnum. Pizzur eru vinsælar meðal yngri kynslóðarinnar og einhverra hluta vegna fylgir þeim einnig að borða annan skyndibitamat. Margir pizzastaðir bjóða auk þess upp á franskar kartöfl ur og aðra skyndibita sem aukabita og eru gjarnan að bjóða tilboð á gosi með pizzunum. Á heildina litið er um svakalega hitaeiningaveislu að ræða sem á eflaust stóran þátt í þeim offitufaraldri sem herjar á okkur íslendingana. Það er kannski ekki réttlátt að kenna pizzunni einni og sér um hversu margar hitaeiningar fylgja í kjölfar símhringingar á pizzastað. Raunveruleikinn er samt sem áður sá aðþegar ætlunin er að panta pizzu panta margir líka gos, franskar og jafnvel majonessósur með. Gallinn er nefnilega sá að menn eiga það til að borða óhóflega þegar pizza er á annað borð á boðstólnum. Ef borðuð er heil pizza er nánast kominn þar um helmingur þess orkuforða sem þörf er á þann daginn fyrir meðalmann. Bættu við gosdrykkjunni og því sem henni fylgir og hættu svo að vera hissa á aukakílóunum.