Bowl of brown and white riceArsenik er eitt hættulegasta eiturefni sem þekkist. Hinsvegar er þetta efni sem þekkist í náttúrunni og er í ákveðnum matvælum og jafnvel vatni. Óeðlilegt magn arseniks í líkamanum veldur krabbameini, hjartasjúkdómum ásamt sjúkdómum tengdum meltingarvegi, taugakerfi, nýrum og lifur. Í Bandaríkjunum er leyfilegt hámark arseniks í kranavatni undir 10 einingum í milljarði lítra og 5 einingum í hverjum milljarði lítra af átöppuðu vatni. Hinsvegar er ekkert hámark til fyrir leyfilegt magn arseniks í fæðu. Adele Hite benti á það í ritstjórnargrein nýlega að Matvæla og lyfjaeftirlit Bandaríkjana ætti að ákvarða leyfilegt hámark arseniks í brúnum hrísgrjónum enda geti þau stundum innihaldið mikið magn arseniks. Neysla á brúnum hrísgrjónum hefur aukist jafnt og þétt undanfarin 20 ár og því gerist sífellt líklegra að magn arseniks fari yfir ráðlagt hámark Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).

(Nutrition, 29: 353-354, 2013)