MargretGnarr_BAG9480-2cutNýverið keppti Margrét Gnarr á tveimur atvinnumannamótum. Um síðustu helgi keppti hún á New York Pro mótinu í Bandaríkjunum þar sem hún hafnaði í fimmta sæti og 7. maí keppti hún á Pittsburg Pro mótinu sem sömuleiðis var haldið í Bandaríkjunum og þar hafnaði hún einnig í fimmta sæti. Það að hafna í verðlaunasæti á þessum mótum eins og Margrét Gnarr gerði verður að teljast gott innlegg fyrir haustið, en í september keppir hún á Olympía mótinu.

Olympía-mótið verður haldið 16-18 september en það er tvímælalaust hátindur ársins og sömuleiðis hátindur keppnisferils Margrétar þar sem ofar er ekki hægt að komast í keppni á fitnessmótum. Mörg þúsund keppendur um allan heim eiga sér þann draum að fá tækifæri til að keppa á Olympía-mótinu. Staða Margrétar í dag verður að teljast góð eftir að hafa náð þetta góðum árangri á síðustu tveimur atvinnumannamótum þar sem þau geta gefið til kynna hvar keppendur standa og það verður því spennandi að fylgjast með hvernig henni gengur í september.