Það kann að hljóma sem óþarflega rökrétt ályktun að margar lotur auki einnar lyftu styrk í hnébeygjum meira en ein lota. Við nánari skoðun er þessi niðurstaða hinsvegar ekki sjálfgefin. Í rannsókninni sem hér er höfð í huga voru tveir hópar látnir taka annars vegar 8 lotur af hnébeygjum með 80% hámarksþyngdar og hinsvegar eina lotu þar til gefist var upp. Áströlsku vísindamennirnir sem stóðu að þessum rannsóknum komust að þeirri niðurstöðu að hnébeygjustyrkur jókst um 19% þegar teknar voru 8 lotur en 11% þegar tekin var ein lota að uppgjöf. Rannsóknin stóð í 12 vikur. Þrátt fyrir meiri styrktaraukningu í hópnum sem tók 8 lotur var krafturinn hinsvegar meiri hjá þeim sem tók eina. Nú kann einhver að klóra sér í kollinum yfir því hver munurinn sé á styrk og krafti. Í stuttu máli er hann sá að styrkur felst í getunni til að lyfta einhverju einu sinni óháð hraða lyftunnar. Kraftur felst sömuleiðis í því að lyfta einhverju einu sinni en hraði lyftunnar segir til um kraftinn sem að baki liggur. Fyrir íþróttamenn í ákveðnum greinum getur skipt mestu að búa yfir krafti en ekki endilega styrk.

Kraftur er ekki það sama og styrkur

Æfingakerfi sem byggjast á að taka margar lotur eru mjög svo gagnleg við að byggja upp styrk en ekki jafn áhrifarík til þess að byggja upp kraft. Margar lotur henta því vaxtarræktar, eða líkamsræktarmönnum en ekki endilega kraftlyftingamönnum eða öðrum íþróttamönnum.

(European Journal of Applied Physiology, 72: 3007-3016, 2011)