Lyfjaeftirlit ÍSÍ mætti til leiks á Akureyri í vor, þar sem fram fór Íslandsmót IFFB í Fitness. Tveir efstu keppendur í opnum flokki karla og kvenna voru boðaðir í lyfjapróf, en það voru: Aðalsteinn Sigurkarlsson, Sverrir Vilhjálmur Hermannsson, Heiðrún Sigurðardóttir og Sólveig Telma Einarsdóttir. Niðurstöður prófanna liggja nú fyrir og reyndist ekkert efni af bannlista í sýnunum.