madur stöng sixpackMælingar á loftgæðum í 11 stórum líkamsræktarstöðvumí Lissabon í Portúgal benti til að loftgæði geta oft farið undir heilsuverndarmörk. Það er kannski ekki við öðru að búast þegar á annað hundrað manns svitna í sama salnum. Það var Carla Ramos við Lissabonháskólann í Portúgal sem gerði ýmsar mælingar sem bentu til að koltvísýringur, ryk, formaldehýð og kolmónóxíð væru yfir heilsuverndarmörkum. Það er ekki bara sviti frá þér og æfingafélögunum sem valda mengun. Hreingerningarefni, óþrifnaður og þéttsetnir æfingasalir eru helsta ástæðan. Mælingarnar fóru fram á morgnana og seinnipartinn þegar aðsóknin að æfingastöðvunum var mest. Í sjálfu sér er mengun innanhúss ekki bara bundin við æfingastöðvar. Sama vandamál gæti hæglega verið til staðar á öðrum samkomustöðum. Helsta hættan af innanhússmengun sem þessari eru lungnavandamál og asmi.
(Building and environment, 82: 349-360, 2014)