Eitt alvarlegasta heilbrigðisvandamálið hér á landi er offita. Mjög líklega eru afleiðingar hennar vanmetnar en sífellt algengara gerist að menn bendi á samhengið á milli offitu og hjartasjúkdóma, of mikils blóðþrýstings, sykursýki, krabbameins og slysa. Ef menn eru of feitir er ráðlegt að setja sér það takmark að léttast um 10%. Það er viðráðanlegt takmark og líklegt til að hafa mikil jákvæð áhrif á heilsuna. Það er tiltölulega sársaukalaust að léttast með því að minnka fitu í mataræðinu og gefa sér góðan tíma til þess en varast ber að minnka fitu en ekki hitaeiningarnar. Hitaeiningarnar skipta máli og því ber að varast að bæta niðurskurð fitunnar upp með auknu kolvetnaáti. Æfingar eru mikilvægur þáttur í öllum léttingaráformum enda brenna þær hitaeiningum, bæta efnaskipti insúlíns, draga úr fitu á magasvæðinu og efla hjarta, lungu, blóðrás og efnaskipti. Æfðu að minnsta kosti í 30 mínútur á hverjum degi til þess að viðhalda léttingunni og borðaðu skynsamlega. (National Heart Lung, and Blood Institute, 23. mars 2001.)