hjartaslagKarlar sem vinna meira en 60 tíma á viku og sofa minna en sex klukkustundir að nóttu eru í 220% meiri hættu en aðrir gagnvart því að fá hjartaáfall samkvæmt rannsókn sem gerð var við Landsháskólann í Taiwan. Í rannsókninni voru 322 karlar sem höfðu fengið hjartaáfall bornir saman við heilbrigða karlmenn. Reykingar, líkamsþyngdarstuðull og vinnuumhverfi virtust ekki hafa mikil áhrif á niðurstöðuna. Raunin var sú að of langur vinnudagur ásamt svefnleysi getur drepið menn.
(Cardiology, vefútgáfa 27. desember 2013)