Það er ekki öll vitleysan eins – en er ekki sama hvaðan gott kemur? Polyethylene glycol er rakagefandi efni sem notað er í sleipiefni sem þjóna ákveðnu hlutverki í svefnherberginu og eru sömuleiðis notuð í sum húðkrem. Þegar þessu efni er blandað saman við kreatín flýtir það fyrir upptöku kreatínsins inn í vöðvavefi. Clayton Camic við háskólann í Nebraska, Lincoln og félagar komust að því að þessi óvænta blanda jók bekkpressustyrk um 6% í karlmönnum. Gefin voru 5 grömm á dag í 28 daga. Efnið hafði hinsvegar engin áhrif á styrk í neðri hluta líkamans. Þeir sem tóku þátt í rannsókninni stunduðu ekki æfingar með lóðum. Vitað er að kreatín hefur jafnvel svolítil styrktaraukandi áhrif á óþjálfað fólk.

(Journal of Strength and Conditioning research, 24: 3343-3351, 2010)