Kristín Kristjánsdóttir komst í sex manna úrslit á heimsmeistaramótinu í fitness sem fer fram í Tyrklandi um helgina. Fyrirfram er ljóst að þessi árangur er frábær þar sem um er að ræða heimsmeistaramótið og þá staðreynd að fram til þessa hafa Íslendingar mátt þakka fyrir að komast í 15 manna úrslit á þessu sterka móti.

Besti árangur íslendings á sambærilegu móti fram til þessa er níunda sæti. Þetta verður því að teljast frábær árangur. Endandanleg úrslit fara fram í dag, sunnudag en þá kemur í ljós í hvaða sæti Kristín hafnar.

Haldin eru fjölmörg fitnessmót á hverju ári víða um heim en heimsmeistaramótið er án vafa sterkasta mótið.

Mótin fara þannig fram að byrjað er á að finna 15 efstu og eftir daginn liggur fyrir hverjir verða í sex efstu sætunum. Þeir keppa daginn eftir til úrslita. Það verður því spennandi að sjá í hvaða sæti Kristín hafnar í dag. 

Sigurður Gestsson keppti líka á mótinu í vaxtarrækt, en komst ekki í úrslit í sínum flokki. 

Einar Guðmann