MusHægt er að lækna vöðvarýrnun í dýrum sem eru með arfbundinn skort á kreatíni. Hollenskir vísindamenn prófuðu að gefa músum sem þjáðust af vöðvarýrnun vegna arbundinnar vangetu til að mynda kreatín. Þegar músunum var gefið kreatín í bætiefnaformi snérist sjúkdómurinn við. Vöðvarýrnun er alvarlegur sjúkdómur sem veldur slappleika vöðva og óeðlilegri prótínmyndun sem og dauða vöðvavefs. Skortur á kreatíni er ein ástæðan enda er kreatín mjög mikilvægt næringarefni fyrir eðlilega vöðvavirkni.

(Journal of Physiology, 591: 571-592, 2013)