Stæltir karlmenn laða frekar að sér konur en meðal-Jóninn. Þeir sem aðhyllast kynlíf án skuldbindinga ættu semsagt að stunda tækjasalinn oft og vel. Sálfræðingarnir David Frederick og Martie Haselton hjá UCLA háskólanum í Bandaríkjunum gerðu rannsókn sem kannaði kynhegðun sem leiddi ýmislegt athyglisvert í ljós.Þau komust að því að hóflega stæltir karlmenn áttu mun fleiri kynlífsfélaga heldur en vöðvarýrir karlmenn, eða átta á móti fjórum. Þeir áttu ennfremur í tíðari samböndum heldur en þeir minna stæltu við konur sem voru bundnar öðrum, eða tvær á móti einni. Þeir stæltu áttu ennfremur í sjö skyndisamböndum fyrir hver þrjú þeirra minna stæltu. Í rannsókninni var athyglisvert að 61% kvennanna sögðu að karlarnir sem þær áttu í skyndisamböndum við væru mun stæltari en maki þeirra. Hinsvegar sögðu 70% þeirra að hinn lítið stælti maki þeirra væri mun rómantískari og áreiðanlegri. Konurnar virtust því ekki gera jafn víðtækar kröfur til stæltu karlmannanna þegar þær sækjast eftir kynlífi með þeim. Stæltu karlarnir virðast ennfremur koma konunum fyrir sjónir sem betur af Guði gerðir líkamlega en ekki traustsins verðir. Þeir minna stæltu virtust hinsvegar vera umhyggjusamari í augum kvennanna sem tóku þátt í rannsókninni, trúfastari og betur fallnir til þess að ala upp börn. Samkvæmt rannsókninni reyndu konurnar að fara milliveginn á milli þessara manngerða þegar þær velja sér maka.