kokoshneta-coconutLíkaminn er fljótur að missa þrek ef hann verður fyrir vökvaskorti. Eftir erfiðar æfingar er því mikilvægt að bæta honum upp það vökvatap sem hann hefur orðið fyrir. Með því má lágmarka hættuna á óþarfa þrekleysi og hættu á meiðslum.

Eftir æfingar ætti því að drekka vökva til þess að bæta fyrir vökvatapið og gæta þess að drekka reglulega til að bæta sömuleiðis fyrir þann vökva sem líkaminn losar sig við með þvagi.

Dougla Kelman og félagar við Háskólann í Memphis rannsökuðu hvort tegund vökvans skipti miklu máli fyrir íþróttamenn í rannsókn sem þeir félagar gerðu nýverið. Skoðað var hvort munur væri á kókoshnetudrykk úr kjarnseyði, íþróttadrykk eða hreinu vatni. Ekki var hægt að sjá að um marktækan mun væri að ræða í árangri né endurheimt vökvajafnvægis fyrstu þrjá klukkutímana eftir vökvatap við æfingar.

Það er mikilvægt að bæta líkamanum upp það vökvatap sem hann verður fyrir, en afar umdeilt er hversu miklu máli tegund drykkjarins skiptir.
(Journal International Society Sports Nutrition, 9:1, 2012)