stekMataræði sem samanstendur fyrst og fremst af háu hlutfalli prótíns en lágu hlutfalli kolvetna eykur framleiðslu líkamans á svonefndum ketónum. Eins og á öðru megrunarmataræði þar sem hitaeiningar eru skornar niður er hægt að léttast hratt á ketógenísku mataræði en þá með óæskilegum hliðarverkunum. Langtímarannsókn á músum sýndi fram á að ketógenískt matraæði hafði í för með sér breytingar á alfa og beta frumum í briskirtlinum en hann hefur það hlutverk að stjórna framleiðslu insúlíns og glúkagon. Það eru hormón sem eru nauðsynleg fyrir blóðsykurstjórnun. Breytingarnar sem urðu á briskirtlinum urðu til þess að draga úr hæfni líkamans til að nýta blóðsykur í frumunum. Blóðsýni úr músunum sýndu einnig fram á að úrvinnsla fitu hafði breyst til hins verra og bólgur höfðu aukist ásamt kólesteróli, þrígliseríðum, leptíni og Interleukin 6. Mýs eru vissulega ekki menn. Það er hinsvegar engin tilviljun að þær eru notaðar í rannsóknum sem heimfærðar eru á okkur mannfólkið. Langtímaáhrif ketógenísks mataræðis hjá músum hafði óheilbrigð áhrif á efnaskipti þeirra sem gætu leitt til áunninnar sykursýki og hjartasjúkdóma.

Eins og áður hefur komið fram í öðrum rannsóknum hefur komið í ljós að þegar horft er til lengri tíma en 6 mánaða hefur ketógenískt mataræði ekkert fram að færa umfram hefðbundið mataræði sem byggist á að draga úr heildarneyslu hitaeininga.

Ketógenískt mataræði getur stuðlað að léttingu á stuttum tíma en hefur óæskileg áhrif á heilsuna til lengri tíma litið. Eins og áður hefur komið fram í öðrum rannsóknum hefur komið í ljós að þegar horft er til lengri tíma en 6 mánaða hefur ketógenískt mataræði ekkert fram að færa umfram hefðbundið mataræði sem byggist á að draga úr heildarneyslu hitaeininga.
(American Journal Physiology Endocrinology Metabolism, vefútgáfa 7. janúar 2014)