karenlindEuropeAmatOlympia
Karen á Europe Amateur Olympia 2014

Karen Lind Thompson náði fimmta sæti á Europe Amateur Olympia mótinu sem fór fram um helgina í Prag. Karen er himinlifandi með árangurinn að sögn enda voru fjölmargir meistarar í röðum þeirra sem höfnuðu á eftir henni. Hún keppti í 31 manns flokki sem gefur til kynna hve erfið keppnin hefur verið. Karen var eini keppandinn fyrir Íslands hönd á mótinu en hinsvegar keppti þar einnig Kristbjörg Jónasdóttir sem í dag keppir fyrir Bretland þar sem hún er búsett þar þessa dagana. Kristbjörg keppti í 29 manna flokki og komst áfram í efstu fimmtán en ekki úrslit sex efstu.

Jóhann Norðfjörð alþjóðadómari er að dæma á mótinu og að hans sögn er mótið eitt hið sterkasta sem völ er á í dag, enda að miklu leyti sömu keppendur sem sækja á Europe Amateur Olympia mótið og á sjálft Evrópumótið.