Karen Lind R. Thompson
Karen Lind R. Thompson

Nafn: Karen Lind R. Thompson
Fæðingarár: 1990
Bæjarfélag: Reykjavík
Hæð: 169
Keppnisflokkur: Módelfitness kvenna -171
Heimasíða eða Facebook: https://www.facebook.com/KarenLindThompson
Atvinna eða skóli: Sölumaður og fjarþjálfari

Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?

Ég var nú að skoða myndir af bikarmótinu 2011 þegar að ég hugsaði með mér að ég gæti nú alveg gert þetta. Svo að ég ákvað að slá til og hóf undirbúning fyrir mitt fyrsta mót sem var um páskana 2012 🙂

Keppnisferill:

Íslandsmót IFBB 2012 – 1.sæti
Arnold classic Europe 2012 – 13.sæti
Bikarmót IFBB 2012 – 1.sæti
Íslandsmót IFBB 2013 – 1.sæti
Loaded cup 2013 – 4.sæti
Heimsmeistaramót 2013 – 12.sæti
Arnold classic Europe 2013 – 2.sæti
Bikarmót IFBB 2013 – 1.sæti og heildarsigurvegari í módelfitness
Íslandsmót IFBB 2014 – 1. sæti og heildarsigurvegari í módelfitness

Hverjir eru helstu stuðningsaðilar þínir?

Ég er með 100% fagmenn á bakvið mig fyrir mín mót og svo ótrúlega þakklát fyrir stuðningin en að hafa góða styrktaraðila til þess að aðstoða mann í undirbúningnum léttir alveg helling á manni!

Fitness Sport
Under Armor
Hárlengingar.is
Wow air
Kírópraktorstofa Íslands
Snyrtistofan Mizú
Stjörnubros
Philip B.
Jan Tana
World class
Bikinis by Freydís
Marko merki

Hvaða æfingakerfi hefur virkað best fyrir þig?

Undanfarna mánuði hef ég æft hvern vöðvahóp 2x í viku. Enda oft lítill timi milli móta til þess að betrum bæta og hver æfing skiptir máli. Ég tek alltaf stutta brennslu eftir æfingar og cirka 2-4 auka brennslur.
Þegar nær dregur að móti og cirka mánuður í mót að þá bæti ég inní morgunbrennslunum en þá tek ég morgun brennslu 4-5x í viku.
Ég reyni líka að vera mjög dugleg að teygja og rúlla líkamann alltaf eftir æfingar og stundum rúlla ég fyrir æfingar.
En þegar að álagið er svona mikið þá er það alveg mikilvægur partur fyrir mig að rúlla til þess að losa um þreytuverki líkamans. Sem sagt þegar ég er sem næst móti þá eru æfingarnar um 10-11x í viku.
Það skiptir bæði mig og þjálfarann minn hann Jóhann miklu máli að líðanin sé góð bæði andlega og líkamlega.

Hvernig er mataræðið?

Þegar ég er í niðurskurði þá finnst mér svo frábært hvað ég fæ að vera á blönduðu fæði! Fæ ennþá nóg af kolvetnum til þess að líða vel og er alveg uppáhalds tími dagsins hjá mér þegar að ég fæ mér djúsí grænt epli!

Morgunmatur: hafragrautur
Millimál 1: epli
Hádegismatur: kjúklingahakks salat
Millimál 2: epli og prótein
Kvöldmatur: Kjúklingur og sætar
Tek æfingu þar á eftir og svo casein frá Muscle Pharm fyrir háttinn

Mér líður ofboðslega vel á þessu matarræði, en það er mjög mikilvægt fyrir mér að manni kvíðir ekki fyrir matartímanum.

Hvaða bætiefni hefur virkað best fyrir þig?

Combat powder frá Muscle Pharm

Hvaða bætiefni ertu að taka, hve oft og hve mikið?

Fæðubótaefnin sem ég nota koma öll frá Fitness sport

Morgun: 2x ómega 3 + 2x CLA
Hádegi: 2x CLA
Miðjan dag: Muscle pharm prótein
Kvöldmat: 2x CLA
Fyrir æfingar: Prótein + chain preworkout
Fyrir svefninn: Casein + 5-10gr glútamín

Seturðu þér markmið?

Ég reyni alltaf að setja mér lítil markmið fyrir hvert mót. Það er alveg sama í hvaða sæti maður lendir, maður getur alltaf lagfært eitthvað. Hér er listi yfir nokkur af basic markmiðum sem ég set mér fyrir mótin sem eru á næstunni hjá mér.

1.) Stærri og mótaðri kúlurass (hver er ekki með þetta markmið?
2.) Stækka og móta kálfa (er með mjög erfiða kálfa!)
3.) Hafa gaman af ferðinni (mjög mikilvægt! enga pínu og kvöl)
4.) Bæta pósu rútínuna
5.) Bæta kvið (er með fullkomna mynd af kvið í höfðinu sem ég ætla að ná!)

Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?

Mér finnst alltaf ofboðslega gott til þess að „boosta“ upp metnaðinn aftur hjá mér, að skoða myndir af flottum fitness konum, sækja mér nýja tónlist fyrir ræktina og horfa á keppnis myndbönd. Á extra erfiðum dögum hringir maður í Jóhann og hann nær að laga allt á núll einni.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn erlendis?

Anna Virmajoki er einn af mínum uppáhalds keppendum. Hún er fáguð á sviði og með ofboðslega flottann skrokk!

Karina Antovska
Karina er ofboðslega fáguð og flott á sviði, og sýnir mikinn þokka.

Þessir keppendur er vert að skoða þegar maður vill tileinka sér stíl frá eitthverjum.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn hér heima?

Margrét Gnarr finnst mér ofboðslega flottur keppandi enda einmitt með þennan fágaða stíl.

Uppáhalds lögin í ræktinni?

Flest lögin með DJ Blend
og svo Norah Jones í teygjunum 🙂

Juicy Pen – Dj Ozi
Work – Dj Antoine
Jump around (micky slim remix) – House of pain
I just want to call you my bitch – David McCullen
The Creeps (you’re giving me) – Freaks

Ef þú ættir að gefa öðrum keppendum eitt ráð, hvað væri það?

Muna að hafa gleðina í fyrirrúmi og alltaf að treysta þjálfaranum sínum.
Eina sem við getum gert er að skila okkar besta af okkur. Ekki gera sér of miklar vonir þar sem það eina sem maður sjálfur getur stjórnað er formið og sviðsframkoman hjá okkur sjálfum en ekki formi og framkomu annarra keppanda 🙂