iStock_000006883392MediumMikil inntaka af kalkbætiefnum getur aukið ættuna á hjartaáfalli hjá körlum en ekki konum samkvæmt könnun á tæplega 400.000 manns sem vísindamenn við Krabbameinsmiðstöð Bandaríkjana gerðu. Þeir rannsökuðu áhrifin af að taka kalk hjá körlum og konum á aldrinum 50 til 71. Það að fá mikið af kalki í gegnum mataræðið jók ekki áhættuna á hjartaáfalli. Karlarnir tóku að meðaltali 1000 mg af kalkbætiefnum á dag. Kalk er mikilvægt fyrir vöðva og beinþéttni. Niðurstöður þessarar rannsóknar segja okkur að æskilegt er að fá frekar kalk í gegnum fæðuna en með bætiefnum. Magrar mjólkurafurðir, baunir og grænt salat eru kjörnar uppsprettur fyrir kalk.

(JAMA Internal Medicine, vefútgáfa 4. febrúar 2013)