Nafn: Irma Ósk Jónsdóttir
Fæðingarár: 1996
Bæjarfélag: Akureyri
Keppnisflokkur: Módelfitness kvenna unglingafl
Heimasíða eða Facebook: https://www.facebook.com/irmaosk.jonsdottir

Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?

Ég fékk áhuga á að keppa þegar ég var búin að fylgjast með mömmu minni og fósturpabba keppa nokkrum sinnum. Þá kom ég auga á módelfitnessflokkinn og sá strax að þetta væri eitthvað fyrir mig og eitthvað sem ég varð að prófa.
Keppnisferill: Bikarmót 2012, 3. sæti
Íslandsmót 2013, 1. sæti
Íslandsmót 2014, 2. sæti

Hverjir eru helstu stuðningsaðilar þínir?

Styrktaraðilar mínir þetta ár eru Fitness sport, Snyrtistofan Mizú, Passion, Imprimo Ehf Fatamerkingar og Stjörnubros Tannhvítun. Mestan stuðning fæ ég þó frá mömmu minni Jónu Lovísu og fósturpabba mínum Sigurkarli Aðalsteinssyni, þau eiga heiðurinn af öllum mínum árangri.

Hvaða æfingakerfi hefur virkað best fyrir þig?

Æfingavikan mín lítur nokkurn veginn svona út:
Dagur 1: Brjóst og þríhöfði
Dagur 2: Bak og tvíhöfði
Dagur 3: Fætur og axlir
Dagur 4: Brjóst og bak
Dagur 5: Hendur og axlir
Dagur 6: Fætur

Ég reyni að æfa 6 sinnum í viku allan ársins hring en þegar ég er í undirbúningi fyrir mót bæti ég brennsluæfingum við á morgnana og þá æfi ég yfirleitt 12 sinnum í viku.

Hvernig er mataræðið?

Í niðurskurði reyni ég að borða eins hreint fæði og ég mögulega get. Ég borða mikið af eggjum, grænmeti, kjúkling, kjöt og fisk. Einnig fæ ég mér prótein í millimál og er Delite próteinið með súkkulaði og kókosbragði frá Scitec í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég tek síðan alltaf einn nammidag í viku þar sem ég má borða hvað sem er yfir daginn.

Hvaða bætiefni hefur virkað best fyrir þig?

Hydroxycut

Hvaða bætiefni ertu að taka, hve oft og hve mikið?

Í niðurskurði fæ ég mér alltaf hydroxycut fyrir brennsluæfingu á morgnana. Eftir æfinguna tek ég fjölvítamín, omega 3 og CLA. Um 3 leitið fæ ég mér síðan aftur hydroxycut og CLA og síðan enda ég daginn á að fá mér omega og hörfræolíu.

Seturðu þér markmið?

Já, mér finnst markmiðasetning vera mjög mikilvæg til þess að ná þeim árangri sem maður ætlar sér.

Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?

Tilhugsunin um að vera í góðu formi og líða vel er það sem hvetur mig áfram á erfiðum dögum.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn erlendis?

Christina Strøm Fjære er í miklu uppáhaldi hjá mér, finnst hún svo flott og dugleg og hún er klárlega ein af fyrirmyndum mínum.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn hér heima?

Mér finnst Elva Katrín alltaf jafn glæsileg og hefur hún verið mín fyrirmynd síðan ég byrjaði í þessu sporti.

Uppáhalds lögin í ræktinni?

Addicted To You – Avicii
Trumpsta (Djuro Remix) – Contiez Feat. Treyy G
Light’Em Up – Fall Out Boy
Bangarang – SKRILLEX
Michael Jackson – Beat it

Ef þú ættir að gefa öðrum keppendum eitt ráð, hvað væri það?

Að hafa gaman að því sem maður er að gera og vera fyrst og fremst duglegur að æfa.