vetur, veikindi, bólgur, Við þekkjum vel hve erfiðir vetrarmánuðirnir geta verið fyrir geðheilsuna þegar dagsbirtan er af skornum skammti. Sömuleiðis tengjum við oft saman kulda og kvef. Það er engu að síður ekki bara kvefið sem er algengara en aðrir kvillar og sjúkdómar yfir vetrarmánuðina. Alvarlegri tilfelli eru einnig algengari. Flensa, hjartasjúkdómar, heilablóðfall, ónæmiskerfistengdir sjúkdómar og geðsjúkdómar eru algengari yfir vetrarmánuðina en annan árstíma.

Vísindamenn við Cambridgeháskólann í Bretlandi fundu tengsl á milli aukinnar virkni gena sem stjórna ónæmiskerfinu og köldustu mánuðana í árinu. Þeir báru saman breytingar á ónæmiskerfinu á tveimur stöðum í heiminum, Bretlandi og Gambíu í Afríku. Bólgur í líkamanum eru algengari yfir köldustu mánuðina en þær eru taldar tengjast versnandi efnaskiptaheilsu og hættunni á hjartaáfalli og heilablóðfalli. Köldustu mánuðirnir eru því varasamari fyrir heilsuna en aðrir.
(Nature Communications, vefútgáfa 12 maí 2015)