Beverages (100)Mjólk er næringarrík og inniheldur mikið af prótínum, fitusýrum og kolvetnum og leikur þannig stórt hlutverk í næringu heimsins. Þeir sem drekka mjólk virðast frekar halda aukakílóum í skefjum og þegar komið er fram á efri ár leggur prótínið í mjólkinni sitt af mörkum til að viðhalda vöðvamassa og halda þannig vöðvarýrnun í skefjum. Grænmetisætur sætta sig við staðgengla mjólkur sem er sojamjólk og fleiri tegundir sem munu seint taka við hlutverki mjólkur þar sem bragðgæði eru satt að segja ekki sérlega eftirsóknarverð. Ryan Pandya er framkvæmdastjóri í líftæknifyrirtækinu Muufri. Fyrirtækið vinnur að þróun gervimjólkur með DNA tækni sem byggist á að „þjálfa“ gersveppi til að framleiða mjólkurprótín. Vandamálið er að þróa gervimjólkina þannig að bragðið sé eins og alvöru mjólk. Miklar vonir eru bundnar við þessar tilraunir Ryan og félaga. Ef honum tækist að búa til bragðgóða mjólk er ljóst að gríðarlegar breytingar munu verða á landbúnaði sem slíkum.
(New Scientist, 28. júní 2014)