Hreinum meyjum og sveinum fjölgar

Samkvæmt könnun sem gerð var á vegum bandarísku Faraldursfræði-stofnunarinnar (CDC) höfðu 29% kvenna og 27% karla á aldrinum 15-24 ára ekki upplifað kynlíf með hinu kyninu á undanförnum 12 mánuðum. Fyrir einum áratug var þetta hlutfall töluvert lægra en þá stóð þetta hlutfall í 23% hjá báðum kynjum. Fáir eru svo óheppnir eftir fertugt að hafa aldrei upplifað kynmök þar sem einungis 1% aðspurðra segjast aldrei hafa haft samfarir.

Stálpaðir unglingar eru hinsvegar lengur hreinir sveinar og meyjar. 43% karla og 48% kvenna segjast aldrei hafa átt kynlífsfélaga af hinu kyninu. Um 13% kvenna og 5% karla segjast hafa haft samkynhneigð kynmök en rúmlega 90% karla og kvenna hafa upplifað munnmök með hinu kyninu og 44% karla og 39% kvenna hafa upplifað endaþarmssamfarir með hinu kyninu. Þegar á heildina er litið er ungt fólk ekki jafn virkt kynferðislega og áður.

(New York Times, 26. Apríl 2011)

Author Image

Höfundur: EG

Einar Guðmann, ritstjóri fitness.is hefur frá árinu 1988 skrifað þúsundir greina um líkamsrækt, heilsu, æfingar og mataræði fyrir blöð og tímarit og er höfundur þriggja bóka. Einar er forsvarsmaður og yfirdómari IFBB, alþjóðasambands líkamsræktarmanna hér á landi.

Deila þessari grein á