hlaupariEfnaskiptahraði líkamans breytist í samræmi við það hversu erfiðar æfingar eru teknar. Þegar líkaminn jafnar sig eftir átökin helst efnaskiptahraðinn meiri en þegar líkaminn er í hvíld. Ástæðan er meiri súrefnisupptaka líkamans eftir æfingar. Vísindamenn geta í dag mælt orkueyðslu og efnaskiptahraða með því að fylgjast með súrefnisupptöku líkamans. George Abboud og félagar við Salem State skólann í Massachusetts komust að því að lítill munur var á orkubrennslu eftir æfingar þegar teknar voru margar og þungar æfingar þar sem lyft var 20.000 kílóum á æfingu annars vegar og færri og léttari æfingar þegar lyft var um 10.000 kílóum hinsvegar. Hitaeiningabrennslan var hinsvegar helmingi meiri á meðan þyngri æfingunni stóð. Erfiðar lóðaæfingar hafa því lítil áhrif á efnaskiptahraða eftir æfingar.
(Journal Strength Conditioning Research, 27: 1936-1941, 2013)