Leitað hefur verið skýringa á því hvers vegna fólk léttist hraðar á hitaeininga- og kolvetnalágu mataræði, frekar en hitaeiningalágu og kolvetnaríku mataræði. Meðal hugsanlegra skýringa er horft til þess að fólk hafi minni matarlyst, úrval girnilegra fæðutegunda sé minna eða að um vatnslosun sé að ræða.Ef horft er einungis til sex mánaða léttist fólk meira á kolvetnalágu mataræði. Eftir það er ekki marktækur munur á kolvetnalágu- eða ríku mataræði.
Rannsókn á rottum sýnir fram á að þær sem voru á hitaeininga- og kolvetnalágu en fituríku mataræði voru fljótar að þyngjast aftur þegar þær voru settar á hefðbundið mataræði sem innihélt meira af kolvetnum. Tilraunarotturnar sem voru áfram á kolvetnalágu mataræði en fengu að borða eins mikið og þær vildu, þyngdust ekki. Kolvetnalága mataræðið hafði hinsvegar mjög neikvæð heilsufarsleg áhrif. Það dró úr eðlilegri hormónaframleiðslu líkamans og svonefndu IGF-1 hormóni sem mikilvægt er fyrir efnaskipti vegna fitu og kolvetna. Ennfremur þyngdust tilraunarotturnar í lok tilraunarinnar og vöxtur stöðvaðist í ungum tilraunadýrum. Hjá okkur mannfólkinu er kolvetnalágt mataræði áhrifaríkt til þess að léttast á skömmum tíma. Mikið vantar hinsvegar á rannsóknir sem sýna fram á langtímavirkni þessa mataræðis gagnvart heilsufarsþáttum og léttingu.
(Obesity, útgefið á vefnum, 27. nóvember 2008)