Gunnar Sigurðsson
Gunnar Sigurðsson

Nafn: Gunnar Sigurðsson
Fæðingarár:: 1981
Bæjarfélag: Reykjavík
Hæð:: 172
Þyngd: 78
Keppnisflokkur: Fitness karla
Heimasíða eða Facebook: https://www.facebook.com/profile.php?id=748862153
Atvinna eða skóli: Míla

Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?

Ég ákvað að keppa fljótlega eftir að ég byrjaði að lyfta 2007 og það var síðan ákveðið eftir að ég sá Norðurlandamótið hérna heima 2008 að ég varð að prufa þetta og eftir það var ekki aftur snúið

Keppnisferill:

Bikarmót 2008 7-9 sæti (minnir mig )

Reykjavík Grand Prix 2010 1. sæti -180 cm

Bikarmót 2012 5.sæti

Það eru fleiri mót þarna á milli sem ég man ekki alveg í hvaða sæti ég var 🙂

 

Hvaða mót eru framundan?

Íslandsmótið er framundan hjá mér og ef vel gengur þá ætla að ég sækja um að fá að keppa á Norðurlandamótinu í Nóvember á þessu ári og taka þá bikarmótið líka í sama mánuði.
Hverjir eru helstu stuðningsaðilar þínir?: Mínir helstu styrktaraðilar eru Protin.is sem sjá mér fyrir öllum þeim fæðubótarefnum sem ég þarf fyrir allar æfingar og til að halda mataræði, Matfugl sjá mér fyrir að mig vanti nú aldrei kjúklingabringur, Serrano græjar mat fyrir mig, World Class með bestu æfingaraðstöðuna í Reykjavík og Sælan græjar tanið. Svo fæ ég alltaf nóg af fisk frá bróður mínum.

Hvaða æfingakerfi hefur virkað best fyrir þig?

Fyrir mót er æft 2x á dag. Brennsla á morgnana og lyft seinni partinn.

Fyrir Íslandsmótið 2014 hefur þetta verið svona.

Mánudagar: Bak og tvíhöfði
Þriðjudagar: Framan- og aftanverð læri og kálfar með meiri áherslu á framanverð læri.
Miðvikudaga: Brjóst og þríhöfði
Fimmtudagar: Axlir, trappar og kálfar
Föstudagar: Framan- og aftanverð læri með meiri áherslu á aftanverð læri.
Laugardagar: Brjóst og þríhöfði.
Sunnudagar: frí

Svo er ég alltaf að breyta hvernig ég æfi, þetta er ekkert meitlað í stein. Þegar ég er ekki að undirbúa mig fyrir mót þá tek ég ekki morgunbrennslu.

Hvernig er mataræðið?

Morgunmatur: prótínpannsa með fjölvítamínu,CLA,Hörfræjaolíu.
Pannsan:2 egg, hafrar, eggjahvítur,prótín, glútamín, kreatín og kanill

Millimál: Prótín sheik (Compat Powder frá protin.is) og banani.

Hádegismatur: Fiskur/kjúlli 250gr, 50 gr ósoðin grjón og grænmeti

Fyrir æfingu: 100 gr hafrar og 30 gr prótín (combar powder frá protin.is)

Svo er það C4( preworkout frá protin.is), glútamín og kreatín 15 min fyrir æfingu.

Drekk Amino Blox( frá protin.is) á æfingu

Strax eftir æfingu.
40 gr prótín (combat powder frá protin.is) glútamín, kreatín, CLA, þrúgusykur.

Kvöldmatur :

Fiskur, kjúlli, Naut 250 gr, 100 gr sætar og grænmeti.

Fyrir svefn: Mjólkurprótín frá MP sem fæst hjá protin.is

Hvaða bætiefni hefur virkað best fyrir þig?:

Prótín

Hvaða bætiefni ertu að taka, hve oft og hve mikið?

Prótín, kreatín, glútamín, fjölvítamín, CLA, Preworkout, BCAA, Casein.

Fæ þetta allt hjá prótin.is enda eru þeir með besta verðið.

Seturðu þér markmið?

Mitt markmið er að verða Íslandsmeistari/Bikarmeistari í Fitness Karla og svo í framhaldinu af því að prufa að keppa erlendis.

Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?

Langtímamarkmiðið mitt hvetur mig áfram á erfiðum dögum svo á ég góða fjölskyldu og vinu sem styðja við mig þegar í bakkann slær.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn erlendis?

Flex Lewis er uppáhaldið mitt sem er núna að keppa.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn hér heima?

Hef alltaf litið upp til Gauta í mínum flokk, þegar ég sá hann keppa í Osló hérna um árið þá sá hversu góður keppandi hann er. Bæði með pósur, framkomu og allt sem viðkemur sportinu.

Uppáhalds lögin í ræktinni?

Ég er ekki með nein uppáhaldslög en ég hlusta mikið á Metallica, Korn, Creed, Machinehead og deftones og meira í þeim dúr .

Ef þú ættir að gefa öðrum keppendum eitt ráð, hvað væri það?

Þolinmæði og hlusta á þjálfarann og þá sem vita eitthvað um þetta.