mjolk, milk, glas, Undanfarin 35 ár hafa næringarfræðingar mælt eindreigið gegn neyslu á mettuðu fitusýrum og feitum mjólkurvörum um leið og mælt hefur verið með aukinni neyslu á kolvetnaríkum fæðutegundum og fjölómettuðum fitusýrum.

Mjólkurvörur auka ekki hættu á hjartasjúkdómum

Snemma á síðasta ári var birt niðurstaða úr safngreiningarrannsókn þar sem teknar voru saman niðurstöður 44 rannsókna sem höfðu áður verið birtar í læknisfræðiritinu Annals of Internal Medicine. Ekki var hægt að sjá að mettaðar fitusýrur hefðu áhrif á kransæðasjúkdóma í samanburði við aðrar fitusýrur. Ennfremur sýna aðrar rannsóknir fram á að mjólkurafurðir draga úr hættunni á kransæðasjúkdómum. Fjallað er um það í leiðara American Journal of Clinical Nutrition að vísindarannsóknir bendi ekki til að mettaðar fitusýrur og mjólkurvörur auki hættuna á hjartasjúkdómum. Meta þarf heilbrigði og hollustu mataræðis út frá heildarsamsetningu mataræðisins en ekki út frá einstökum útvöldum atriðum.
(American Journal of Clinical Nutrition, 100: 1407-1408, 2014)