Vísindamenn rannsökuðu rúmlega 200 manns út frá hegðunarmynstri þeirra við val á fæðutegundum og drykkjum í sjálfsölum yfir þriggja daga tímabil. Yngra fólk drakk mikið af gosdrykkjum og borðaði sykraðar fæðutegundir og borðaði þannig fleiri hitaeiningar yfir daginn. Heildarneysla hitaeininga tengdist ekki þyngdarbreytingum eða blóðsykursveiflum til lengri tíma litið en hinsvegar voru tengsl á milli gosdrykkjaneyslu, of margra hitaeininga og þyngdaraukningar.
(Journal Academy Nutrition Dietetics, 114:444-449, 2014)