SofandiKarlBumbaOffitufaraldurinn hefur ekki farið framhjá neinum. Ekki sér fyrir enda aukningar offitu meðal landsmanna og hefur óheillavænlegasta þróunin átt sér stað að mestu á undanförnum fimm árum. Hvað heilbrigði varðar skiptir hinsvegar máli hvar fitan sest á líkamann. Fita á lærum og rassi hefur það helst á móti sér að vera lítið fyrir augað, en fita á magasvæðinu hefur reynst sérstaklega hættuleg. Finnskir vísindamenn hafa sýnt fram á að karlar á aldrinum 42-60 ára með mikla magafitu eru í þrefallt meiri hættu en aðrir á að fá hjartaslag og brjóstverki, heldur en menn sem hafa minna hlutfall sinnar líkamsfitu á magasvæðinu. Vísindamennirnir hafa sýnt fram á tengsl magafitu við insúlínviðnám sem getur valdið háum blóðþrýstingi og kólesteróli.

Þeir sem hafa mikla magafitu og reykja eru í einstaklega mikilli hættu og ættu þar af leiðandi að hugsa sinn gang, en sýnt hefur verið fram á að menn sem byrja að æfa og hreyfa sig reglulega njóta strax góðs af því hvað heilsufar varðar, jafnvel þó þeir hafi ekki losað sig við nein aukakíló. Hreyfingin skilar sér strax í betra heilbrigði.