toflur9_1082Síðastliðið haust urðu heitar umræður í fréttaþætti CNN á milli Dr. Sanjay Cupta og Bill Clinton fyrrverandi forseta um faraldur dauðsfalla af völdum misnotkunar á lyfsseðilsskyldum lyfjum, sérstaklega örvandi lyfjum. Ofneysla lyfseðilsskyldra lyfja veldur fleiri dauðsföllum en dauðsföll af völdum allra ólöglegra efna og lyfja samtals. Rannsókn sem gerð var við Virginia Commonwealth háskólann bendir til að ofneysla uppáskrifaðra lyfsseðilsskyldra lyfja sé sérstaklega algeng meðal ungmenna sem noti þau sem hvata til léttingar. Rannsóknin horfði til 700 háskólanema sem reyndu að léttast og hegðunarmunsturs þeirra. 12% sögðust nota örvandi lyf til þess að reyna að léttast. Flestir þessara háskólanema höfðu lélegt sjálfstraust og hygðust léttast til þess að bæta útlitið en notuðu ýmsar óhollar aðferðir til þess að léttast. Örvandi lyf eða efni eru gagnslaus til þess að losna við aukakílóin til lengri tíma og geta eins og dæmin sanna verið lífshættuleg.

(Appetite, vefútgáfa 29. janúar 2013)