Engan skal undra að mjókuriðnaðurinn notfæri sjálfum sér til upphefðar niðurstöður rannsókna sem benda til að kalk hafi eitthvað með minni offitu að gera. Mjólkurvörur eru rík uppspretta kalks. Vísindamönnum hefur því miður ekki enn sem komið er tekist að sýna fram á orsaka- og afleiðingasamhengi á milli kalks og minni líkamsfitu. Kalk hefur samkvæmt rannsóknum óskilgreindu hlutverki að gegna í þyngdarstjórnun líkamans. Brasilískir vísindamenn sýndu fram á það í rannsókn sem náði til miðaldra fólks sem var með of háan blóðþrýsting að þeir sem fengu mest af kalki í gegnum fæðuna (meira en 800 mg á dag) höfðu minni líkamsfitu en þeir sem fengu minna af kalki. Hinsvegar var ekki hægt að sýna fram á í þessum rannsóknum að kalkneysla væri áhrifaþáttur á mittismál eða blóðþrýsting. Nauðsynlegt er að neyta kalks til þess að viðhalda góðri heilsu, ekki síst fyrir sterk bein, en ekki er vitað af hverju kalkneysla tengist minni líkamsfitu.

(Nutrition, 27:666-671, 2011)