Sama hvað æfingin heitir, þá skiptir máli að framkvæma hreyfinguna í hverri æfingu þannig að hún taki sem mest á þann vöðva sem hún er ætluð. Í einfaldri æfingu eins og tvíhöfðalyftu með stöng er þetta ákaflega áberandi þegar hún er ekki rétt framkvæmd.Mörgum hættir til að nota mjaðmirnar til þess að sveifla stönginni af stað. Með því að þrýsta olnbogunum að líkamanum eða halda þeim stöðugum þegar lyft er upp í tvíhöfðalyftunni nærðu að einangra tvíhöfðann mun betur en annars. Lykilatriði er að halla sér ekki aftur, heldur halda stöðunni til þess að átakið einangrist á tvíhöfðann. Ef þú þarft að sveifla mikið eða halla þér mikið aftur þegar þú ert að lyfta er líklegt að þú myndir stórbæta framkvæmdina með því að létta lóðin.