OfátSumir léttast ekkert þrátt fyrir að þeir æfi oft, mikið og reglulega. Sumir bregðast seint við æfingum og mataræði á meðan aðrir eru fljótir að taka við sér. Samkvæmt Heritage fjölskyldurannsókninni þar sem 130 fjölskyldur hafa verið rannsakaðar í þrjár kynslóðir hafa genin mikið um það að segja hvernig fólk bregst við æfingum og breyttu mataræði. Málið er samt ekki svona einfalt. Vísindamenn sem héldu kynningu á fundi Bandaríska íþróttalæknisfræðiskólans halda því fram að þeir sem taka lítið við sér þegar þeir byrja að æfa bæti sér upp hitaeiningabrennsluna á æfingunni með því að borða meira og hreyfa sig minna það sem eftir er dagsins. Umframhitaeiningarnar sem brennt var á æfingunni verða þannig að engu þegar upp er staðið. Ef þú ætlar að léttast ættirðu að æfa og hreyfa þig jafn mikið og vanalega eða meira það sem eftir er dagsins. Ekki nota æfinguna sem afsökun til þess að borða meira. Það er mun auðveldara að borða hitaeiningar en að brenna þeim.
(Medicine and Science in Sports and Excercise, 45: 1600-1609, 2013)