vaxmadurmedsixpackSumir ráðgjafar hafa haldið því fram að hreyfing og æfingar hafi takmörkuð áhrif á léttingu vegna þess að æfingarnar auki matarlyst sem hvort eð er valdi svipaði þyngingu og léttingin í kjölfar brennslunnar. Catia Martins er norskur vísindamaður sem ásamt félögum sínum komst að þeirri niðurstöðu eftir ítarlega rannsókn að hvorki ákafar né hóflegar æfingar stuðli að aukinni matarlyst. Rannsóknin sem Catia stóð fyrir fólst í að rannsaka fólk sem var á ýmsum stigum offitu og var látið gera eina lotu af bæði erfiðum og hóflegum æfingum þremur klukkustundum fyrir hádegismat. Í öllum tilfellum minnkaði insúlínframleiðsla líkamans en ekki var hægt að sjá neinar breytingar á matarlyst í hádegismatnum. Þegar til skamms tíma er litið er því ekki hægt að sjá að þessar æfingar hafi haft áhrif á aukna matarlyst.
(Medicine Science Sports Exercise, 47: 40-48, 2015)