Íslandsmót Alþjóðasambands líkamsræktarmanna fer fram á tveimur dögum. Gert er ráð fyrir fjölda keppenda og nú þegar hafa á annað hundrað skráð sig sem er metþátttaka frá því að keppni í þessari íþróttagrein hófst 1982 með tilkomu vaxtarræktar.

Í ljósi þátttökunnar verður keppnin í módelfitness haldin sérstaklega á fimmtudeginum, en þar eru nú rúmlega 50 keppendur skráðir. Keppni í fitnessflokkum og vaxtarrækt fer síðan fram á föstudagskvöldinu. 

Fimmtudagur 21. apríl (Skírdagur)

12:00 Módelfitness, mæting í innritun í Háskólabíói

13:00 Fitness og vaxtarrækt, mæting í innritun í Háskólabíói

17:00 Módelfitnesskeppendur mæti í Háskólabíó, húsið opnar.

18:00 Íslandsmótið í Módelfitness

 

Föstudagur 22. apríl (Föstudagurinn langi)

12:00 Forkeppni í fitnessflokkum karla og kvenna og vaxtarrækt

17:00 Keppendur mæti í Háskólabíó, húsið opnar

18:00 Íslandsmótið í fitness og vaxtarrækt

 kv. Einar Guðmann