Kona með kaffibollaTalið er að sala á orkudrykkjum á heimsvísu sé í kringum 50 milljarðar bandaríkjadollara. Þetta eru ekki flóknir drykkir. Koffín, taurine og oftast síróp gert úr maíssterkju. Athyglisverð rannsókn var gerð við Kolumbíuháskóla. Þar kom í ljós að drykkir sem voru eins á bragðið, en innihéldu annað hvort koffín (80 mg), taurine (1000 mg), blöndu af koffíni og taurine eða vinsælan orkudrykk (Red Bull) höfðu engin áhrif á aukin afköst hjarta- og lungnakerfisins né þol, styrk, kraft eða vitsmuni. Mælt var með að sleppa taurine í orkudrykkjum eða for-æfingadrykkjum.
(Journal International Society Sports Nutrition 11: 44, 2014)