Það er einungis nýlega sem karlar hafa í auknum mæli farið að hafa áhyggjur af þörfum kvenna á kynlífssviðinu. Ákveðin kaflaskipti urðu á þessu sviði eftir rannsókn Masters og Johnson árið 1966 en fram að því var þetta málefni varla til umræðu. Vísindamenn halda því fram að fullnæging kvenna hafi stóru hlutverki að gegna í getnaði. Í fullnægingunni herpast vöðvar sem mynda ákveðið sog sem dregur sæðisfrumurnar lengra inn í leghálsinn og því líklegra verður að þær nái að frjóvga egg. 
Nú á dögum með aukinni umræðu um þessi málefni hafa konur fengið meiri athygli en áður og þær gera meiri kröfur um að fá fullnægingu. Því miður er raunin sú að einungis 25% kvenna fá fullnægingu á meðan samförum stendur. Ef þú vilt eiga möguleika á að auka líkurnar á að veita konunni fullnægingu þarftu að byrja á að gera þér grein fyrir því að fullnæging næst ekki fyrr en eftir að meðaltali 14 mínútur hjá konum. Það er því líklegt að ef þú ert einn af þeim sem snöggur að framkvæma hlutina á kynlífssviðinu þá náir þú ekki að komast í 25% klúbbinn. Það er því undir þér komið að sýna þolinmæði og sinna konunni á þann hátt sem hún á skilið. 
(CBS HealtWatch, 23. mars 2001)