pillurAlanín er amínósýra sem þjónar m.a. því hlutverki að útvega líkamanum orku í miklum átökum og æfingum. Í rannsóknum þar sem mælt var hversu hátt menn gátu stokkið jafnfætis kom í ljós að alanín bætti árangur. Alanín er breytt í blóðsykur í lifrinni í ferli sem nefnist glúkósa-alanínhringur. Amínósýran hefur ekki áhrif á nýmyndun vöðva né ensím en hefur hinsvegar áhrif á æfingagetu. Sérstaklega þol. Alanín dregur úr þreytumerkjum með því að auka innihald carnosín í vöðvum. Carnosín er mikilvægur sindurvari sem ver frumur og myndar vörn gegn sýrum sem valda þreytu. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að alanín eykur vöðvaþol í æfingum og því ekki ólíklegt að það hjálpi til við að þola erfiðar æfingar í æfingasalnum. Dagsskammturinn af alanín er talinn um fjögur til sex grömm á dag.
(Amino Acids, 47: 1479-1483, 2015)