Woman trying hand to zipper her jeansÍsland er feitasta Norðurlandaþjóðin. Offita hefur farið vaxandi hér á landi eins og reyndar í hinum löndunum líka en einhverra hluta vegna gerum við ekkert með hangandi hendi og er þar söfnun aukakílóa engin undantekning. Þar af leiðandi eiga megrunarkúrar vinsældum að fagna. Gervisætur hafa spilað óþarflega stórt hlutverk hjá þeim sem vilja losna við aukakílóin en þrátt fyrir að sykurlausir drykkir hafi komið fram á sjónarsviðið á sjöunda áratugnum á síðustu öld hefur offita farið hraðvaxandi. Nú ber svo við að sífellt fleiri rannsóknir benda á samband á milli offitu og gervisætuefna. Flestar þessara rannsókna hafa hinsvegar ekki sýnt fram á að gervisæturnar beinlínis valdi offitunni. Það er nefnilega stór munur á því að einhverjir tveir þættir eins og offita og gervisætur tengist og því að annað sé orsakavaldur.
Ísraelsk rannsókn hefur sýnt fram á að gervisætur auka insúlínviðnám og hafa áhrif á samsetningu þarmaflóru sem stuðlar að offitu. Rannsóknin er sú fyrsta sem sýnir fram á að hitaeiningalausir gervisætudrykkir séu með bein tengsl við offitu.
(Nature, 514: 181-186, 2014)