Hlutfall offitu meðal þeirra sem eru eldri en 65 ára er um 35% sem segir okkur að offita er alvarlegur áhættuþáttur fyrir fjölda aldraðra. Offita eykur hættuna á hjarta- og lifrarsjúkdómum, bólgum, háþrýsting,  óeðlilegri blóðfitu og sykursýki.
Mikil létting getur verið varasöm þegar komið er á efri ár og tengist ótímabærum dauðsföllum. Í ritstjórnargrein í American Journal of Clinical Nutrition er dregið í efa að aldraðir bæti heilsu sína með því að léttast. Í kjölfar mikillar léttingar er hætt við vöðvarýrnun sem dregur úr lífsgæðum, eykur hættuna á að detta og hægir á efnaskiptum. Aldraðir eiga erfitt með að endurheimta horfinn vöðvamassa. Mælt var með því í ritstjórnargreininni að aldraðir tækju þátt í líkamsrækt og hreyfingu og fengju um 1,2 grömm af levsín-innihaldsríku prótíni per kílógram á dag. Áherslan hjá öldruðum á að vera á góða efnaskiptaheilsu en ekki léttingu.
(American Journal of Clinical Nutrition, 101: 247-248, 2015; 101:279-286, 2015)