Bjór inniheldur svonefnd fjölfenól sem er flokkur bráavarnarefna sem talin eru verja frumuhimnur og hafa í för með sér mikla bráavarnarvirkni.

Bjór inniheldur einnig steinefni, vatn og kolvetni sem flýta fyrir bata og orkuheimt eftir erfiðar æfingar.

Vísbendingar eru um að áhrifin felist í forvarnargildi gagnvart niðurbroti vöðva og bólguáhrifum af völdum æfinga. Rannsókn við Tækniháskólann í Munhén í Þýskalandi sýndi fram á að áfengislaus bjór flýtti fyrir orkuheimt eftir maraþon.

Karlmennirnir sem tóku þátt í rannsókninni drukku einn til einn og hálfan lítra af áfengislausum bjór og til samanburðar drakk annar hópur manna samsvarandi magn af gervibjór á hverjum degi í tvær vikur eftir hlaupið.

Bjórdrykkjan reyndist draga úr tíðni öndunarfærasýkinga um rúmlega 300% og dró úr bólgum. Áfengislausi bjórinn reynist einnig efla ónæmiskerfið og draga úr bólgumyndun hjá þeim sem æfa mikið.

(Medicine Science Sports Excercise, vefútgáfa 8. Júní, 2011)