hjarta og stöngÁreynsla og hreyfing virkjar ensím sem eiga þátt í framleiðslu líkamans á sterum. Blóðsykursstjórnun líkamans verður einnig betri vegna aukinnar virkni GLUT-4 sem er flytur glúkósa í vöðvum. Eftir því sem aldurinn færist yfir aukast líkurnar á áunninni sykursýki en hún er að hluta til rakin til rýrnunar vöðvamassa. Æfingar hafa áhrif á kynhormón sem um leið hafa áhrif á nýmyndun vöðvaprótína sem þannig koma í veg fyrir vöðvarýrnun. Það gerist vegna umbreytingar vefaukandi hormonsins androstenedione yfir í testósterón og estrógen í vöðvum. Æfingar vernda og byggja upp vöðvamassa sem er undirstaða góðrar efnaskiptaheilsu. Æfingar eru þannig hinn eini sanni æskubrunnur.
(Journal Steroid Biochemistry & Molecular Biology, vefútgáfa 16. mars 2014)