madurstongvaxsixpackEf þú æfir daglega en finnst árangurinn láta á sér standa skaltu hugleiða hvort þú sért að eyða tímanum til einskis í æfingasalnum. Ef illa er farið með tímann sem á að fara í æfingar er ekki við því að búast að árangurinn verði eins góður og ella.Við lifum annasömu lífi og þurfum að skipuleggja daginn vel til þess að nýta hann vel og það sem mikilvægara er – að ná þeim árangri sem við viljum í líkamsræktinni. Þá skiptir máli að forðast helstu tímaþjófa í ræktinni.

Ekki eyða tíma í of margar endurtekningar.

Ef ætlunin er að styrkja sig og stæla næst ekki mikill árangur með því að gera 50 endurtekningar með eins eða tveggja kílóa handlóðum. Notaðu þyngri lóð og miðaðu við að þyngdin sé það mikil að þú eigir mjög erfitt með að lyfta lóðunum oftar en 15 endurtekningar.

Ekki þvælast stefnulaus um æfingasalinn án þess að vita hvað á að gera næst.

Það er tímasóun að gera ekki áætlun fyrirfram um það hvaða æfingar á að gera. Alltaf ætti að skipuleggja ákveðnar æfingar fyrir ákveðna vöðvahópa og ekki gleyma að hafa þol- og brennsluæfingar í æfingaáætluninni.Það er ekki nóg að mæta í æfingasalinn daglega ef þú framkvæmir æfingarnar illa. Fáðu þjálfara til þess að kenna þér allar æfingar sem eru í æfingaaáætluninni því ella má búast við því að þú sért að sóa tíma í að æfa án þess að eiga von um árangur. Það sem verra er að mun meiri hætta er á meiðslum ef æfingar eru ekki framkvæmdar rétt.

Hvíld á milli lota ætti að vera á bilinu 30-90 sek.

Ef þú æfir með æfingafélaga ættirðu að vera tilbúin að skipta um þyngdir um leið og hann er búinn. Ef tækið er upptekið sem þú ert að bíða eftir ættirðu að gera t.d. magaæfingar á milli til þess að nýta tímann.

Það er mjög gefandi og hvetjandi að hafa æfingafélaga en kemur sér illa ef þið eyðið óhóflegum tíma í spjall á milli lota. Notaðu frekar upphitunartímann og teygjutímann til þess að spjalla. Athyglin á að beinast að æfingunum á meðan þú ert í æfingasalnum.
Vöðvar venjast álagi með tímanum og ef þú gerir ávallt sömu æfinguna jafn þungt æfingu eftir æfingu ertu að sóa tímanum.

Breyttu til.

Til eru ótal æfingar sem taka á mismunandi hátt á vöðvahópum og þú þarft að kynna þér hvaða æfingum þú hefur úr að velja fyrir ákveðna vöðva. Einhæft val æfinga til lengri tíma litið er tímasóun því þá staðnar árangurinn. Sjónvarpsgláp eða lestur við æfingar má ekki draga úr áherslunni á æfinguna sjálfa. Ekki er ólíklegt að þér leiðist að hlaupa á hlaupabretti í 20 mín án þess að horfa á sjónvarp eða halda huganum uppteknum við eitthvað. Gættu þess þó að draga ekki úr álaginu og hraðanum í æfingatækinu eða brettinu bara vegna þess að þú ert að hlusta eða horfa á einhverja sápu í sjónvarpinu. Gott er að láta sér ekki leiðast, en gleymdu því ekki að þú ert í æfingasalnum æfi til að æfa.
Það sparar mikinn tíma og byggir upp mikinn styrk að æfa „stóru“ æfingarnar eins og hnébeygju, bekkpressu, réttstöðulyftu eða aðrar æfingar sem taka ekki bara á einn vöðva, heldur marga. Ólíklegt er að þér gefist tími til þess að æfa einstaka vöðva hvern fyrir sig og því er ráðlegra að taka vel á í þessum stóru æfingum.

Ef þú ferð beint að heiman á æfingu geturðu sparað þér tíu mínútur með því að mæta í æfingagallanum og sleppa því að fara í búningsherbergið. Ef þú skiptir um föt heima hjá þér spararðu töluverðan tíma sem ella getur farið í það að æfa.

Það er alltaf gott að æfa sama hvenær sólarhrings það er.

Hafðu þó í huga að sumir dagar eiga það til að fara öðruvísi en ætlað var. Seinnipartsæfingar geta fallið niður vegna þess að þegar líða tekur á daginn getur eitthvað komið upp í vinnunni eða í hinu daglega lífi sem verður þess valdandi að sleppa þarf æfingunni. Ef mikið er að gera er mun álitlegra að æfa á morgnana. Þá hefur ekkert haft færi á að trufla daginn fyrir þér auk þess sem morgunæfingar gefa þér ferskleika sem endist allan daginn.“